Mikill er máttur eða máttleysi????????????

Ég var að velta fyrir mér máttleysi og stjórnleysi stjórnvalda.  Hugsið ykkur.  Það er búið að birta 9 ungmennum ákæru fyrir að mótmæla því ástandi sem er að dynja á okkur, en hvað ???  Það er ekki einu sinni búið að tala við það fólk sem skapaði þetta ástand hér á landi.  Nei mátturinn er svo mikill og gunguhátturinn er svo taumlaus að menn eru að ráðast að fólki sem er að reyna að bera hönd fyrir höfuð sér,  Þessir drengir voru að reyna að vekja þessa blessuðu menn af vænum blundi og fá þá til að gera eitthvað.  Það er búið að stinga fólki inn í gæsluvarðhald fyrir að stela sér í matinn í 10 11 búð en það er ekki búið að stinga einum einasta manni inn sem stal fleiri hundruð MILLJÖRÐUM.  er þetta ekki ankanalegr??  Ég spyr??.  Ég hef ekki heyrt að Hreiðar Már ,Sigurður Einarsson, Eða bankastjórar Landsbanka séu í eimagrunn vegna rannsóknar hagsmuna, og er ekki full ástæða á því.  Eru eigendur og stjórnendur þessara stóru fyrirtækja einhversstaðar í yfirheyrslu???  Nei þeir eru að klóra yfir drulluna sem þeir eru búnir að skapa.  Allir pappírs tætarar eru búnir að vera á fullu í meira en eitt ár.  Enginn segir neitt.   Ég er ekki hissa á að Geir Haarde hafi sagt "guð hjálpi (Blessi) Ísland" 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband