Þar kom að því. Asper,Kasper og Jónatan.

Ég er búin að fjalla mikið um þessar gjörðir sem þetta fyrirtækiu hefur verið að framkvæma undanfarin ár. Og enn bætist við í sarpinn hjá þeim.

Það kom í ljós nýlega að þegar þeir keyptu Sementverksmiðjuna, að þeir hafa ekki greitt eina krónu til ríkisins.  Það eina sem þeir gerðu að þeir RÆNDU verksmiðjuna að öllum eignum sínum.  Í verksmiðjunni voru öll tæki nýleg og verkstæðið var fullt af allskonar tækjum og tólum.  Þeir eru búnir að stela öllu saman.  Þeir eru búnir að þurrka út allar skuldir sínar við verksmiðjuna sem mætti telja að væru um 3 000 000 000 milljónir að minnstakosti.  Þegar meðeigendur greiddu meira fé inn sem hlutafé nýlega náði B.M Vallá að stela síðasta milljarðinum.  Svo var Víglundur brjálaður að hann fékk ekki að skrifa lengur sement hjá verksmiðjunni???  Hann vitnar í að Steypustöðin sé rekin af bönkunum???  Mér er vel kunnugt um að í áraraðir greiddi Steypustöðin fyrir allt sement sem þeir tóku út hjá verksmiðjunni, en það er öðruvísi farið með B.M. Vallá.  Ég held að þeir stjórnendur og þá sérstaklega stjórnarformaðurinn sem stjórnuðu B.M.Vallá ættu að taka sér frí frá viðskiptalífinu og hafa hægt um sig um ókomin ár.  Ég vona að það verði gerð rannsókn á gjörðum þessara manna, og hversu miklu lífeyrissjóðir og aðrir hafi tapað á viðskiptum við þessa menn. 

Einnig finnst mér að fyrrverandi forstjóri og bókari sementverksmiðjunnar eigi að missa sín eftirlaun fyrir þau afglöp og mútur sem þeir hafa þegið frá B.M. Vallá.  Það er svívirða hvernig ráðuneytið var blekkt við söluna á fyrirtækinu.  Einnig hefur Akraneskaupstaður tapað óhemju peningum eftir söluna þar sem öll gjöld voru felld niður til að reyna að bjarga störfunum sem þarna eru.  Það eru ekki mörg fyrirtæki á Akranesi sem hafa fengið þessa þjónustu frá Akraneskaupstað.  Öll þessi saga er grátleg og hvernig menn hafa farið eins og ræningjar að nóttu til.  Það sem mér kemur mest á óvart að það þorir enginn að tala um þessi mál.

 

Einnig á Valgerður Sverrisdóttir og Atli Guðmundsson og fleiri að missa sinn lífeyrir út af afglöpum og vanrækslu í starfi varðandi þetta mál.


mbl.is BM Vallá óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Grétar Guðmundsson

Asper, Kasper og Jónatan? Svolítið hallærislegt að slá um sig með tilvitnunum í bókmenntaverk eða leikrit. Þarna ertu að reyna að nefna þrjár höfuðpersónur í Kardemommubænum efir T. Egner.

Ég man ekki betur en þeirra nöfn hafi verið Kasper, Jesper og Jónatan, alltaf talið upp í þessari röð.

Sigurður Grétar Guðmundsson, 18.5.2010 kl. 11:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband