Ég læt lögreglumanninn njóta vafans !!!!!!!

Á laugardagskvöldið fór ég í 10-11 í Langarima,sem er ekki frásögu færandi nema það að þar voru tvær konur á vakt og fullt af svona strákum fyrir utan.  Ég verslaði smávegis og þegar ég kom á afgreiðslukassann þá komu 4 strákar inn og voru með dólgslæti.  Eldri afgreiðslu konan spurði kurteisislega hvort þeir ætluðu að versla og þeir brúkuðu bara kjaft og það ekkert smá kjaft.  Hún bað þá að fara út en þeir hlustuðu ekki og bara brúkuðu sig.  Um leið og ég gekk út sagði ég við þá "strákar hún er að biðja ykkur að fara út" ég fékk þvílíka gusu af fúkyrðum að það hálfa var nóg.  Ef ég hefði verið 10 árum yngri hefði ég raskelt þá alla og það tvisvar. 

Þessir lögreglumenn og Öryggisverðir og ég tala ekki um blessað afgreiðslufólkið sem er að leggja á sig þessa vinnu á alla mína samúð að öllu leyti.  Og ég segi bara hvar eru foreldrarnir sem eiga þessi börn sem eru með svona talsmáta?  Ég er nú ekki orðvarasti maður í heimi ég hefði aldrei þorað að tala svona til fólks.  Það hlýtur að vera eitthvað skrítið uppeldi á þessum heimilum.


mbl.is Mál lögreglumanns til ríkissaksóknara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sammála þér, þetta myndband sýnir bara atburðinn en ekki aðdragandann að honum.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 19:43

2 Smámynd: FLÓTTAMAÐURINN

Rafn og Einar Vignir, gætu þið svarað eftirfarandi spurningu fyrir mig: Hvað gæti hafa gerst í aðdraganda þessa máls sem réttlætir að Löggan ræðst á strákinn?

FLÓTTAMAÐURINN, 27.5.2008 kl. 19:56

3 Smámynd: Sigursteinn Ingvar Rúnarsson

Hjartanlega sammála þér. Ég held að málið sé að á Íslandi eignast fólk krakka allt of ungt. Krakkar sem eru 18-24 ára eru að ala börn upp og vilja reyna vera svaka líbó og frjálsleg. Útkoman eru svona krakkar sem brúka kjaft og eru með dólgslæti, ekki er ég nú gamall sjálfur (28 ára) en þegar ég var ungur þá voru við strákarnir vissulega krakkakjánar, en aldrei vorum við með svona sorakjaft við neinn. Maður bara þorði því ekki því maður bar smá virðingu við eldra fólk, hvað þá lögreglu. Í dag er þessi virðing ekki til staðar.

Sigursteinn Ingvar Rúnarsson, 27.5.2008 kl. 19:59

4 Smámynd: Haraldur Bjarnason

Er einhver réttlæting til fyrir því að taka ungling hálstaki? - Það er einfaldlega lífshættulegt. - Nenni minn, horfðu á þetta myndband nokkrum sinnum í viðbót. - Hver var talsmátinn hjá stráknum? Hann svaraði spurningu lögreglumannsins.- Svo þegar búið er að taka hann hálstaki taka vinir hans við að skamma lögguna. - Eðlileg viðbrögð hjá þeim. - Nei að lögreglan hafi forgöngu um ofbeldi gengur aldrei. - Ég get skilið það þegar þeir eru vörn en ekki í þessu tilviki og ekki í gasmálinu við Rauðavatn. - Þetta er ekki það sem ég vil sjá í löggæslu hér á landi.

Haraldur Bjarnason, 27.5.2008 kl. 20:27

5 identicon

Já ég er alveg sammála, vegna þess að í Langarima voru krakkar með dólgslæti á laugardaginn þá voru þessir tveir klárlega líka með dólgslæti í Grímsbæ í gær, og þá sérstaklega við starfsfólkið sem þeir þekkja. Og vegna þess hve mikinn kjaft drengirnir í Langarima voru með þá má hann alveg njóta vafans þegar hann tekur dreng grunaðan um smástuld hálstaki og ræðst á hann.

Flott hjá þér.

http://www.youtube.com/watch?v=s94LWNcz2zc&feature=related

Gunnar Jörgen (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 20:27

6 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Til að fyrirbyggja allan misskilning er ég ekki að taka neinn dóm í þessu tiltekna dæmi,ég er ekki að réttlæta að hann hafi tekið hálstaki og mér sýnist hann nú bara taka um hálsmál hans eins og maður gerir,hann er ekki með hendur á hálsi stráksins sýnist mér.  En það sem ég er að segja hvað eru þessir krakkar að hanga í þessum verslunum brúkandi munn og ógna starfsfólki og stelandi?  Lögreglan er kölluð á staðin vegna þess að það er grunur um hnupl, finnst ykkur það í lagi???  Mér ofbíður munnsöfnuður þessa þrönga hóps krakka,ég get ekkert gert af því.  Hvaða rétt hafa 14-16 ára gamlir krakkar til að ógna fólki með ögrandi framkomu og munnsöfnuði sem maður hefur aldri vanist að láta annað fólk fá.  Er þetta sem sagt í lagi? 

Einar Vignir Einarsson, 27.5.2008 kl. 20:59

7 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Dóri þessir menn hafa kannski ætlað að yfirheyra hann og hann hafi bara verið að hrauna yfir lögreglumanninn til baka með svívirðingum og fl.  Af hverju gat drengurinn einfaldlega ekki svarað Lögreglumanninum.  Af hverju þarf að vera að rífa stólpa kjaft???

Einar Vignir Einarsson, 27.5.2008 kl. 21:05

8 identicon

Ég er svo hjartanlega sammála þér SIR. Það er ekkert meira að segja...innlegg þitt segir allt :)

Iris (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:17

9 identicon

Jæja, það getur mikið til verið rétt hjá þér þegar þú ert að tala um þennan þrönga hóp 13-16 ára krakka sem eru "hangandi" inn í smáverslunum daginn út og daginn inn brúkandi kjaft við gangandi fólk. En því miður, fyrir lögreglumanninn, er þetta ekki líkjandi dæmi við þetta óhapp sem þú hefur orðið fyrir seinasta laugardagskvöld. Nú þegar við skoðum dæmið ætti strákurinn að vera utan þessa þrönga hóps sem þú talar um þar sem hann er nú orðinn 17 ára, kannski ekki mikil rök en það styrkir dæmið því ekki eru margir yfir 16 ára unglingar sem eru hangandi inn í smáverslunum brúkandi kjaft við fólk. Síðan sérð þú vel að drengurinn bíður þarna rólegur eftir að verslunarstjórinn hringir á lögregluna (hann lætur strákana vita að hann ætli að gera það), því hann hefur ekkert að fela, því hann var ekki að stela neinu. Þegar hún kemur svo gerir hann allt sem hún biður um. Tæmir vasana og sýnir henni jafnvel símann sinn. Svo ætlar hún inn á BUXNASTRENGINN á barninu, sem samkvæmt lögum þarf að hafa HEIMILD fyrir, sem hún hefur ekki og þegar hún gerir þetta er þá ekki von nema að drengurinn verði reiður og spyr hvern andskotan hún sé að gera. Þá snappar nú lögreglumaðurinn og tekur hann hálstaki. Finnst þér þetta virkilega rétt ákvörðun, fyrir fullvaxinn karlmann sem treyst er fyrir röð og reglu í landinu að ráðast á dreng undir lögaldri útaf því hann neitar að sýna honum hvað er ofan í buxunum sínum því maðurinn hefur enga heimild til þess að leita á honum...

Ætlaru virkilega að njóta vafans...?

Þ (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 21:29

10 identicon

Segðu mér, kæmist upp með að nefna F-orðið við lögregluna í bandaríkjunum? Kæmistu upp með að kalla lögreglu í bandaríkjunum eða bretlandi gaur? Nei þar talarðu við lagana verði af virðingu og ávarpar þá sem "lögregluþjónn" eða annað af virðingu. ALLSTAÐAR í heiminum ávarparðu lögregluna eftir titli en á Íslandi vinnur lögreglan við vanvirðingu og það enga smá. Menn eiga ekki að vera hræddir við lögregluna þeir eiga að sýna henni virðingu. Virðing og ótti eru tvö og algerlega óskyld hugtök.

Vissulega getur verið að lögreglumaðurinn hafi brugðist rangt við en í þessu starfsumhverfi sem þeir lifa við hlýtur að koma að því að einhver snappar. Sama hvað þeir gera vel þá eru þeir ávallt vondu kallanir og að sjálfsögðu kemur að þí að einhver snappar.

En að drengnum kemur að ef hann hafði ekkert að fela af hvejru þá ekki að sýna honum að hann er saklaus? Kannski þurfti hann heimild en ef hann er saklaus og vill ekkert vesen þá sýnir hann honum það, talar við þá af virðingu og honum yrði leyft að fara.

Aron Daði (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:11

11 identicon

Hvernig getur lögreglumaður notið vafans þarna, hvað kemur þessum dreng eða okkur það við hvort að einhverjir aðrir krakkar séu með dólkslæti. Ef þessi drengur hefði verið sekur um þjófnað þá efast ég stórlega um að hann hefði beðið eftir að löggan kæmi á staðin eftir að honum var tjáð að lögreglan væri á leiðini.  Ég ætla ekki að réttlæta það hvort ef að strákurin svaraið lögguni með dónaskap, mér skilst að hann hafi sagt "fuck you" við lögreglumannin, en af að hann snappar svona við að þetta sé sagt við sig þá er hann ekki starfi sínu vaxinn. Ég get hvergi séð að hann reyni að handtaka strákinn með góðu, með því að biðja hann um að setja hendurna á borðið eða eitthvað í þá áttina, eða jafnvel bara að biðja hann um að snú sér við svo að hægt sé að setja á hann handjár, heldur reðst han beint á hálsin á honum, og þar sem að drengurinn er ekki orðinn 18 ára æti lögvaldið að kæra viðkomandi lögreglumann fyrir líkamsárás. Ég er mjög hlyntur eflingu lögreglunar, en þá með mönnum sem að eru starfi sínu vaxnir. Ég þekki til þar sem að menn hafa látið mikið verri og fleyri orð en þetta falla til lögreglunar án þess að vera beitir líkamsárás.

Steini Tuð (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 22:38

12 identicon

Týpískt að fólk hér á blogginu skuli tala um að,,unglingar í dag"(sem jafnan er tungutak þeirra er lifa í rómantískri nostalgíu um ágæti sinnar eigin kynslóðar) rífi svo mikinn kjaft að þeir hafi bara gott af því að láta tuska sig aðeins til.   Ef við viljum fara út í að skapa ,,steríó-týpur" skal ég upplýsa hér og nú að ljósabrúnir menn á svipuðum aldri og þessi lögreglumaður, með svipað vaxtarlag og hárgreiðslu, hafa oftar rifið kjaft við mig en einhverjir horaðir unglingar með húfur. Auk þess get ég fullyrt að menn í aldurshópi lögreglumannsins bera ábyrgð á fleiri alvarlegum líkamsárásum í miðbæ Reykjavíkur en ,,unglingar í dag" sem hanga í búðum og sjoppum þegar mamma og pabbi eru á fylleríi. Menn með hárgreiðslu lögreglumannsins eru mikið líklegri til að vera teknir viti sínu fjær af örvandi efnum, brjótandi rúður og efnandi til slagsmála heldur en ,,unglingar í dag". Þeir verða kannski svona einhverntíma samt; Upp-pumpaðir og skap-klikkaðir hnakkar í tilvistarkreppu.  Fólki er alltaf hættara við að alhæfa um ,,unglingana í dag" en þá sem nær þeim eru í aldri. Svipað og fólk á það til hér á blogginu að alhæfa um fólk af öðrum uppruna en íslenskum af alkunnri heimsku. Þegar fólk veit ekkert um einhvern tiltekinn hóp fólks á það til að smætta hópinn til einföldunar, gefa honum síðan eiginleika upp á eigið einsdæmi, bera þá eiginleika á torg til að geta tekið þátt í umræðunni og opinbera þannig fávisku sína um hópinn. Þetta sýnist mér vera að gerast hér þar sem ,,unglingarnir í dag" eru ógn við þjóðaröryggið og sjálfsagt að berja á þeim til að minna þá á hver ræður. Fólk sem talar svona hlýtur að búa við stöðugan ótta. Eftir því sem ég best veit er þetta stórhættulega gengi kjaftforra hnuplara, skemmdarvarga og auðnuleysingja; þessir,,unglingar í dag"; hópur sem telur tugi þúsunda einstaklinga! Guð á himnum!! Hvað verður um okkur þegar þetta hyski fær bílpróf, fær að kaupa áfengi og getur fengið byssuleyfi??? Það verður ekki hundi út fyrir hússins dyr sigandi!!! Almáttugur! Og hvernig verða svo börnin þeirra? Það verður svo ljótur á þeim kjafturinn að svört froða á eftir að frussast úr vikjum þeirra á eftir hverju orði sem þau láta útúr sér. Ég bið til Guðs að við verðum sokkin í sæ áður en sú kynslóð vex úr grasi. Jedúddamía... Nei, en að öllu gamni slepptu finnst mér áhyggjuefni að fólk sé að afsaka líkamsárás lögreglu á saklausan borgara bara af því að það vill hefnd fyrir eitthvað leiðinda atvik sem það hefur lent í með einhverjum unglingi. Það er fáránlegur hugsunarháttur og beinlínis varasamur. Það er heppni að þetta náðist á myndband svo að þessum manni geti verið vikið frá störfum sem fyrst áður en skapbræði hans bitnar á öðrum saklausum borgurum.  

Helgi Þór (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 05:22

13 Smámynd: Huldukonan

Unglingar eru pirrandi en það er samt óþarfi að ráðast á þá. Maður ræðst ekki á pirrandi börn

Huldukonan, 28.5.2008 kl. 05:48

14 identicon

Svo er það spurningin,eru allir lögreglumenn/konur sem taka unglinga hálstaki?Ætil unglingar séu ekki eins misjafnir og við hin sem eldri erum og eigum að vera þroskaðri?Alla vega dæmi ég ekki alla unglinga útfrá nokkrum eða alla lögggur.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 29.5.2008 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband