Mig langar að vita fyrir hvern er ASI að vinna??

Ég hlustaði á útvarpið í morgun ,þar sem var talað við Gylfa Arnbjörnsson.  Ég var mjög hissa á manni sem er í forsvari fyrir launafólk, sem er á móti því að afnema verðtrygginguna af lánum launafólks.  Hann fór að bulla um það að hver ætti að borga, hver ætlaði að tryggja að ávöxtun lífeyrissjóðanna??  Bíddu vorum við spurð af því þegar hann og hans líkir voru að fjárfesta í allskonar fyrirtækjum.  Ekki minnist ég þess.  Hvaða forræðishyggja er þetta.  Er það þannig að þegar menn komast á spenann hjá verkalýðshreyfunginni að menn verða veruleika firrtir??  Ég er búin að vera launamaður alla tíð og foreldrar mínir líka.  Ég mynnist þess ekki að við höfum verið spurð að því hvar við vildum ávaxta fé okkar.  Hverjir eiga lífeyrissjóðinn sem ég er búin að greiða í alla tíð?? Er ekki nær að fólkið sem ekki kom nálægt þessari útrás og sukki fái sitt fé og það sé notað til að koma þessu fólki til hjápar.  Ég gæti alveg þegið það að allt það sem ég er búin að greiða´í lífeyrissjóð kæmi til mín og ég gæti hreinsað allar skuldir mínar upp og miklu meira en það.. svo er hjá fleirum.  Hvað er þessi maður að standa eins og hani á priki og setja sig á háan hest,, vonandi fer hann að vakna og að hann geri sér grein fyrir því fyrir hvern hann er að vinna,  annars fer fyrir honum eins og fyrir formanni VR.
mbl.is Líflegur ASÍ-fundur í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hákon

Alveg sammála þér, það var merkilegt að hlusta á kallinn í morgunn vera að bulla um hver þyrfti að borga fyrir tímabundna frystingu á verðtryggingu. Ég allaveganna hef ekkert álit á manninum eftir þetta sem ég heyrði í morgnunn.

Hákon , 18.11.2008 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband