Guðlaugur kemur svo fram í fréttum og lýsir sakleysi sínu er þetta í lagi?????????

Ég trúi ekki að Bjarni Ben leifi Guðlaugi að vera áfram á listanum.  Maðurinn kemur fram í fjölmiðlum og LÍLGUR og þrætir fyrir eins og sprúttsali að hann hafi nokkuð vitað af þessum málum.  Hvað er í gangi þarna.  Svona hefur Guðlaugur alltaf unnið.  Þessi maður er ekki hæfur í að vera í pólitík eftir þetta.  Hann hefur örugglega lofað stuðningi við REY málið í leiðinni.  Þetta er ógeðslegt. Burt með Guðlaug.    

Hér kemur yfirlýsing þeirra félaga.

Guðlaugur og Steinþór saman í stjórn SUS

Þeir Þorsteinn M. Jónsson, fyrrverandi stjórnarmaður í FL Group og Steinþór Gunnarsson sem var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans í lok árs 2006 segjast hafa aflað styrkjanna sem Sjáfstæðisflokknum var veitt. FL Group veitti Sjálfstæðisflokknum 30 milljóna króna styrk í lok árs 2006 og Landsbankinn 25 milljónir króna.

Þeir segja að Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, hafi haft samband við sig vegna bágrar stöðu Sjálfstæðisflokksins á þeim tíma.

Eins og áður segir sat Þorsteinn M. Jónsson í stjórn FL Group á þessum tíma. Steinþór Gunnarsson var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans. Steinþór og Guðlaugur sátu saman í stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna (SUS) á árunum 1993 til 1997. Þá var Guðlaugur Þór formaður SUS og Steinþór ritari og síðar gjaldkeri.

Yfirlýsing frá Steinþóri Gunnarssyni og Þorsteini Jónssyni

Við undirritaðir áttum þátt í því að safna fé fyrir Sjálfstæðisflokkinn í desember 2006. Aðkoma okkar að söfnuninni hófst þegar Guðlaugur Þór Þórðarson, alþingismaður, hafði samband við okkur og upplýsti að fjárhagsstaða flokksins væri mjög bágborin. Hann hvatti okkur til að leggja flokknum lið og safna fjármunum fyrir hann, en hafði ekki frekari afskipti af málinu eftir það.

Við höfum starfað innan Sjálfstæðisflokksins til ára og áratuga og þótti okkur því sjálfsagt og eðlilegt að verða við kallinu um að leggja flokknum lið. Við höfðum því samband við fjölda fyrirtækja í leit að styrkjum, með mismunandi árangri.

Undirritaður, Steinþór Gunnarsson, hafði frumkvæði að því að óska eftir styrk frá Landsbanka Íslands og undirritaður, Þorsteinn Jónsson, hafði frumkvæði að því að óska eftir styrk frá FL Group. Það var að sjálfsögðu á forræði þessara fyrirtækja að ákveða endanlega hversu háan styrk þau vildu veita.

Þessir styrkir, sem og aðrir sem við öfluðum, voru síðan greiddir inn á reikning Sjálfstæðisflokksins. Það var á ábyrgð flokksins að veita þessum fjármunum viðtöku, enda hefur það komið skýrt fram í yfirlýsingu fyrrverandi formanns hans.

Ýmsir aðilar hafa reynt að gera þessa atburðarás tortryggilega. Við hörmum það. Við vorum einungis að leggja Sjálfstæðisflokknum lið í miklum fjárhagserfiðleikum og lögðum okkur alla fram í þeim tilgangi.

Með yfirlýsingu þessari höfum við gert grein fyrir okkar þætti í þessu máli og munum ekki tjá okkur frekar um það.

Reykjavík, 11. apríl 2009,

Steinþór Gunnarsson
Þorsteinn Jónsson


mbl.is Söfnuðu fé fyrir flokkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbrandur Jakobsson

Ef að fólk fellur fyrir þessu siðleysi og siðblindu sem þarna er í gangi, og á sér engan sinn líkan nema hjá spiltustu þjóðum heims. Þá er okkur bara ekki við bjargandi.

Sigurbrandur Jakobsson, 12.4.2009 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband