Fimtudagur 03.05.2007

Hæ.

það er búið að vera mikið að fréttum sem mér hefur borist til eyrna í dag.  Til dæmis er ég að frétta það að Atlantskip sé komið á sölu og að Eimskip hafi verið boðið það til kaups en þeir hafi hafnað því.  Þetta er slæmt ef satt reynist og þá kannski helst fyrir Vestfirðinga þar sem eir voru að reyna að semja við þá um flutninana Vestur. 

En ég var að gera fleira en að fá fréttir, ég skelti mér á mynd í Háskólabíó sem heytir Leyndarmálið.  Mjög athygliverð mynd, og margar spurningar sem komu upp í hugan hjá manni.  Manni langar bara að fara á skólabekk þegar maður fer á svona fyrirlestur, en það var fyrirlestur eftir sýningu myndarinnar.  

Þeir voru þarna að reyna að sýna sig frá Frjálslindaklokknum, en mér finnst að það að henda Margreti Sverris út úr flokknum og að taka Þjóðarhreyfinguna inn hafi flokkurinn sett sig niður allavega í mínum huga.

 En mér finnst það líka miður ef Framsóknarflokkurinn fær ekki meira fylgi en kannanir sýna.  Þar innanborðs eru fullt af fólki sem er og hefur verið að gera góða hluti og er vel framboðlegt sem fulltrúar þjóðarinnar, en þar eins og í ÖLLUM flokkum er líka fólk sem á að vera farið úr pólitík fyrir löngu og á að sjá sóma sinn í því að hverfa á braut eftir að í ljós kemur óheiðarleiki og fólk á að segja af sér um leið og svoleiðis skeður en pólitík á Íslandi er svo spillt að það hálfa er nóg.  Menn sitja og sitja og passa eginn rass út í það endanlega og þegar á þá er gengið þá vissu menn ekkert um málin eða voru búin að gleyma því, ég segi ef fólk er svona gleymið þá á það ekki að vera í svona stöðum, einnig ef fólk fylgist ekki með þá er það ekki hæft til að vera að setja Landslög og reglugerðirfyrir okkur hin sem teljum okkur í lagi.  En það er alveg sama hvað gengur á þessir háu herrar og frúr sitja endalaust þó að það sé innvinklað og innmúrað í allskonar mál, sem við almúin værum komin á svartan lista í öllum bönkum og stofnunum í landinu ef á okkur yrði sannað að við værum í.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband