þriðjudagur 08.05.2007

Það er búið að vera mikið að gera hjá mér í dag.  Ég hef verið aðstoða Portúgalana hjá mér í að ganga frá skattaskýrslum og svoleiðis áður en þeir fara heim í sumarfrí.  En við erum búnir að bíða eftir að fá kódana senda frá skattinum og fengum þá loks í dag.  Þannig að maður verður að gera nokkrar skattskýrslur á þessu ári, en það er bara gefandi að hjálpa öðrum.

Ég fór svo á fund í Fjárfestingarklúbbnum sem ég er í.  Ég væri alveg til í að vera að fara með þeim til Danmerkur í fyrramálið,  það verður ábyggilega svolítil upplifun.  

Ég átti rosa öflugt samtal við unga konu í kvöld sem er búin að vera glíma við krabbamein.  Þetta er kona sem hefur alltaf gengið fjallveginn í lífinu ( fer alltaf erfiðu leiðina ) það er sama hvað kemur uppá skal hún alltaf fara erfiðu leiðinna.  Þessi kona er búin að upplifa lífið á ótrúlega erfitt, en að tala við hana gefur manni svo mikið, þó svo að svo ylla er komið fyrir hjá henni er hún svo jákvæð og skilningsrík og raunagóður einstaklingur og hún er á fullu að hjálpa öðru fólki þó svo að hún sé að berjast við þennan sjúkdóm.  Hún var aðeins down í kvöld vegna þess að það fannst ver fannst hjá henni gær á öðrum stað en hinir hnútarnir.  Hún var ekki að kvarta yfir því það sem henni fannst var, að það var svo erfitt var að bíða þar til á Fimmtudag til að fá út úr sýnatöku.  Vegna þess að henni langaði svo að fara að hitta fólk til að miðla reynslu sinni á lífinu "Þvílíkur kraftur"  Hún stoppar ekki. 

  Maður fyllist vanmáttar þegar maður heyrir í svona mögnuðum einstaklingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband