Sunnudagur, 13. maí 2007
Sunnudagur 13 maí 2007
Jæja þá eru kosningarnar afstaðnar, og nú er bara að skoða niðurstöðurnar. Í mínum huga þurfum við Framsóknarmenn að skoða stöðu okkar og hvað við þurfum að gera innanbúðar hjá okkur. Ég vil skipta Jónínu Bjartmarz út fyrir Björn Inga og Sif Friðleifs út fyrir Sæunni. En mér finnst ekki að Jón Sigurðsson eigi að fara úr formannstólnum, en mér finnst að Björn Ingi eigi að koma í varaformanninn og mér finnst að Sæunn Stefáns eigi að koma sterkari inn í stjórnungunina í flokknum. Þetta er ungt og kraftmikið fólk sem þarf að nota í framtíðinni til að byggja fólkinn upp og taka með sér nýtt fólk með sér inn. Það er of mikið af fólki þarna innan dyra sem er ekki með nægilegan sterkan karegter til að standa í svona baráttu. Fólk á að taka formanninn sér til fyrirmyndar og nota þann slagkraft sem hann hefur.
En ekki er allt slæmt að ei boði gott, Bjarni Harðar komst inn og er ég mjög ánægður með það. Þarna er maður á ferð sem kemur til með að láta gott af sér leiða í framtíðinni ekki spurning.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.