Mánudagur 14.05.2007

Góða kvöldið.  Nú er ég að setja stefnuna til Færeyja.  Ég ætla að fara að kinna fjárfestingarklúbbinn sem ég er í í Færeyjum.  Ég flýg á Föstudaginn og kem til baka á mánudaginn.  Ég er búin að bóka nokkra fundi bæði þi Thorshöfn og einnig í Runavík og Klakksvik og Fuglafirði. Það er gaman að glíma við þetta þetta er í fyrsta skipti sem ég kem nálægt svona löguðu.

Ég er að vona að Framsóknarflokkurinn fari bara í stjórnarandstöðu og noti næstu 4 ár til að skypta fólki út og setja yngra og sprækara fólk inn.  Mér finnst það bara komin tími til.  Við erum búnir að vera að horfa upp á að flokkurinn er að tærast upp innanfrá.  Við þurfum að skipta Jónínu og fl. út og taka Björn Inga og Sæunni inn.  Við þurfum ekki að vera að berja hausnum við stein varðandi það það er komin tími til.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband