Sunnudagur 20.05.2007

Sælir allir.

Umræðan síðustu daga hefur verið svolítið um að kvótakerfið og afleiðingar þess vegna þess að Kambur á Flateyri er að hætta starfsemi sinni.  Ég veit að í þessu sambandi er það ekki rétt að kvótakerfið hafi slátrað þessu fyrirtæki.  Ég veit að Hinrik og fjölskylda hans og allt þeirra heimilislíf hefur snúist um þetta fyrirtæki, þau hafa verið vakandi og sofandi yfir þessu öllu.  Mín skoðun er sú að þetta blessaða fólk er bara orðið þreytt og vill bara að fara hvíla sig og njóta þess sem það er búið að þræla fyrir á meðan það getur losnað út úr dæminu, en ég er ekkert viss um að það verði svo auðvelt eftir að þessa nýja ríkisstjórn verður búin að vera við völd í smá tíma. En hitt er annað mál að sagan hefur verið þannig undanfarin ár sérstaklega eftir að afkomendur Einars Guðfinnssonar og Haraldar Böðvarssonar og Einars ríka og Alla ríka og þessara stóru hetja í Íslandssögunni hafa verið að koma inn í fyrirtækin.  Þá hefur markaðssetningin og frjálshyggjan, einkavæðingin, eða einkavinavæðingin verið í hámæli.  Skoðum þessi fyrirtæki sem þessar hetjur börðust af lífsins kröftum að byggja upp hvar eru þau núna öll farin í hendurnar á öðrum og alltaf versnar þetta.  Skoðum hvernig Samherji hefur verið að brytja hvert bæjarfélagið niður á fætur öðru, og núna síðast Sjóla útgerðina á Kanarí.  Hvað getið þið ýmindað ykkur að greiðslan hafi verið...... ????  Sjólaskip eru búnir að vera gera góða hluti þarna úti, svo kemur skrímslið frá Íslandi og étur þá, ótrúlegt dæmi.  Svona hefur frjálshyggjan farið með alla hluti.. Græðgin, öfundin, þráhyggjan, arðsemiskröfurnar,vaxtapólitíkin.  Þetta eru ástæður þess að við þessar vinnandi hendur getum ekkert annað en að láta berja áfram á okkur og lækka í launum og vinna meira (just over broke)  Okkur er haldið við hungur mörk á meðan þessir auðvalds menn kaupa og selja og brytja niður allt sem þessir gömlu voru búnir að byggja upp. 

Eina ráðið er að fara að fjárfestra á þessum sömu mörkuðum og þessir karlar.  Við eigum í fyrsta sinn möguleika á því núna.  Hafið samband ef þið viljið vita meira.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband