Þriðjudagur, 29. maí 2007
Mánudagur 28.05.2007
Hæ allir.
Ég er búin að eiga mjög góða helgi. Við hjónin erum búin að vera að leika okkur við barnabörnin og í golfi fara í bústað og fl. En á morgun tekur alvaran við. Ég vil halda áfram í þeirri vinnu að koma strandsiglingum af stað aftur . Þetta er þráhyggja í mér. Mér finnst að þjóð sem býr á eyju i að hafa strandferða skip í gangi. Við erum ekki með það góða veigi að þeir þoli þetta álag. Einnig er það konseft að vera með skip í siglingum sem ekki fer út til Evrópu eða Ameríku í samkeppni við stóru skipafélögin eigi fullan rétt á sér. Ég vona að sá Samgönguráðherra sem nú er tekin við hafi meiri skilning en fyrirrennari hans hann skyldi ekki neitt yfir höfuð og var ekkert á Íslandi yfir höfuð.
Við Íslendingar verðum að hafa strandferðaskip í gangi og við eigum að efla menntun sjómanna til að þessi stétt lognist ekki útaf. Við erum með öflugustu siglara í heimi í dag ekki missa það niður. Við erum með erfiðasta hafsvæði í heimi og hæðstu úthafsöldu í veröldinni og eigum að auglýsa okkar fólk sem það besta á því sviði. Í dag er Gæslan að týna þessa ræfla upp og hugga þá hér fyrir sunnan landið af því að þeir kunna ekkert að sigla við svona aðstæður. Tökum okkur tak og hefjum strandsiglingar og markaðssetjum okkar frábæru´skipstjórnar menn út um víða veröld.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.