Föstudagur, 1. júní 2007
Föstudagur 01.06.2007
Hæ allir.
Ég var að koma ofan af Akranesi í kvöld, þar sem ég var með minn fyrsta fyrirlestur með Power point glærum. Þetta var mikil upplifun hjá mér og ótrúlega erfitt, enda hikstaði ég og stundi he he he he., En þetta var virkilega gaman og gott fyrir sálartetrið að takast á við svona mál. Þetta gekk bara vel ég er stoltur af sjálfum mér. Í dag er ég að fara til Færeyja og er að fara í vinnuferð og ætla að nota ferðina til að kinna fjárfestingarklúbbinn minn í leiðinni. Við erum að fara að skoða ákveðna hluti og verður það ákaflega forvitnilegt og mikið challens fyrir mig og mína og getur verið nýtt upphaf fyrir mig og mína. Það er skrítið að vera að fara í frí og vera ekki í vinnu og skýtugur upp fyrir haus he he he . Og í þessari ferð fáum við Ítalíu og Færeyjar spila þá einum fallegast velli heims. Það verður geggjað. Með mér verður fólk sem aldrei hefur komið til Færeyja svo að það verður gaman að sýna þeim eyjarnar.
Mér finnst Færeyjar geggjaðar og mig hefði langað að flytja þangað en konan mín vildi ekki koma á þeim tíma en ég var þarna í ein 2 ár að sigla.
Við verðum með fundi í Runavik og í Þórshöfn og jafn vel í Klakksvík kannski meira en þetta eru bara 3 dagar. Við verðum að hafa Sunnudaginn í slökun og fara í kirkju það er rosa lega gaman og að finna hversu gott fólk býr í Færeyjum . 'Eg hlakka mikið til en ferða sagan kemur kannski síðar ef vel gengur
Athugasemdir
Glæsilegt Einar. Heyrði af frábærum fundi hjá þér í gærkvöldi á Skaganum. til hamingju með það
hlakka til að heyra hvernig ganga mun í færeyjum en er viss um að þið Þóra rúllið þessu upp. Er enn að reyna að ná sambandi við hann Ásbjörn í Leirvík til að fá hann til að kikja á ykkur á morgun í runavik
kveðja
Guðmundur H. Bragason, 1.6.2007 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.