Fimmtudagur 07.06.2007

Kæru landsmenn.

Ég er orðlaus eftir að ég sá viðtalið við nýjan Samgönguráðherra í sjónvarpinu í gærkvöldi varðandi nýja Grímseyjaferju.  Hann var með stórar yfirlýsingar í kosningabaráttunni ég var mjög ánægður með það hjá honum og var á tímabili að spá í að kjósa Samfylkinganna, en svo kemur hann í viðtal og segir að það sé kannski eitthvað að þvíligt bull.  Eru menn svona veruleikafirrtir að menn gleyma hvað þeir sögðu í gær.  Ég batt rosalega miklar vonir að fá landsbyggða mann í þetta ráðuneyti Kristján Möller hefur verið mikill talsmaður samgöngu bóta hjá þessu þjóðfélagi en svo kemur hann í óska ráðuneyti og er bara búin að gleyma hvað hann var að segja sjálfur.

En nóg um það, við komur frá Færeyjum eftir mikla seinkun á mánudagskvöldið.  Það gekk sæmilega hjá okkur úti eiginlega bara rosa vel.  Við erum líka með það góða vöru til að selja.  Við erum mjög ánægð með hvernig Færeyingar tóku okkur enda höfðingjar heim að sækja.  Sumir sem voru í hópnum voru mjög þreyttir enda sýndi ég þeim Færeyjar á 110 km hraða he he he he.  Við fórum í Kaggann líka það var rosa gaman að koma þangað eftir þessi ár.  Það er svo mikill mismunur á að skemmta sér í Færeyjum eða hér heima.  Það er allt svo afslappað og fínt þarna úti.  Ég skoðaði þau hús sem við erum að byggja hjá Einingarverksmiðjunni ég var rosa montinn að því sem við erum að gera í þessu fyrirtæki. 

En í dag set ég út á Keflavíkur velli á leið til Spánar og ætla að vera í 3 vikur í fríi í sumarhúsi á vegum Verkstjórafélaginu.  Ég tek kónginn minn með mér og svo kemur Íris og Salka verða með okkur í eina viku.  Það verður fjör hjá okkur, við erum að spekúlera að fara yfir til Marakó og fl og ekki má gleyma GolfinuWink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband