LAugardagur 07.07.2007

Góðan daginn.

Ég er lítið búin að vera að blogga, þar sem ég hef verið á kafi í vinnu.  En ég er búin að vera að vinna í  ýmsum verkefnum, en til stóð að ég myndi fara til Tyrklands á mánudaginn að skoða skip sem, við erum að spekúlera að fjárfesta í.  En við hættum við að fara þar sem það er að koma til Andverpen í næstu viku,  það var svo stutt stopp í Tyrklandi hjá þeim að okkur fannst ekki taka því að fara alla þessa leið og jafnvel ekki hitta á þá.  Ég er líka að spekúlera að taka að mér smá verkefni á Andreunni en ég veit ekki hvað það verður miklið þar sem það er svo mikil vinna hér hjá Einingarverksmiðjunni.  Við höfum verið að slá öll met sem hafa verið sett í þessu fyrirtæki í framleiðslu frá upphafi.  En við höfum verið að steypa á 8 brautum holplötur og svo rifjapl. og fl.  Það er svo mikið í gangi í þessu þjóðfélagi að það hálfa væri nóg.

Ég er búin að vera að spekúlera að færa mig um set í vinnu en ég er ekki búin að finna neitt sem ég er spenntur fyrir enn.  ég veit ekki hvað ég geri en þetta er allt í vinnslu.  Ef við kaupum þetta skip kemur eitthvað sem ég hef áhuga á að skoða kannski ég er ekki viss um að mig langi á sjóinn aftur allavega ekki strax allavega.  Ég er rosa spenntur fyrir að fara að vinna í kringum Bridge fjárfestingarklúbbinn en það er í mestri vinnslu hjá mér.   ég fer til Írlands fljótlega í því sambandi og einnig til Færeyja aftur.  En það er að komast í gang þar. 

  Við Sirrý áttum silfur brúðkaup þann 03.07.2007 svo að við ætlum að skella okkur upp á Akranes á Írska daga.  Ég verð að fara að kíkja á Bubba!!!!!!!! en hann er snillingur þessi maður..  En allavega allir á Skagan!!!!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband