Föstudagur 13.07.2007

Sælir allir.

Nú er föstudagurinn 13.  hvað skyldi þessi dagur þíða fyrir mig???? Allavega á ég von um að eitthvað fari að ske í mínum hugðarefnum(  Skipamálum eða öðru sem er í handraðanum).  Þetta skip sem við ætluðum að skoða er nú í Tyrklandi og fer væntanlega þaðan í nótt og er á leið til Evrópu og munum við fara til móts við það þegar það kemur þangað.  Annars var hringt til mín í gærkvöldi og ég beðin á smá fund með mönnum sem eru að fara að gera einhverja stóra hluti í ferðaþjónustu en meira um það síðar. 

Hjó okkur í vinnunni minni er enn allt vitlaust að gera ég byrjaði kl 0500 í gærmorgun og byrja kl 0400 í nótt.  Ég er ekki alveg að skilja þessa þörf á öllu þessu húsnæði hér á landi????.  Ég fór að skoða plötur sem við gerðum í Holtagörðum og það er ekkert smá sem er í gangi þar vááááá.   Hvað þurfum við að nota svona mikið af verslunum.  Ég horfi út um gluggann heima hjá mér á slæðstu verslunarmiðstöð landsins sem er að rísa fyrir neðan Úlfarsfellið.  Hver á að versla í öllu þessu húsnæði.  Er þá ekki verðlagið í þessu landi eitthvað brenglað ef arðsemin á vörusölu er svo mikil að það þoli alla þessa uppbyggingu sem er í gangi ég spyr???.

Best að fara að sofa í hausinn á sér.

kv Jaxlinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband