Sunnudagur 05.08.2007

Hæ allir.

Við erum bara búin að vera hér heima hjónin, með börnum og barnabörnum.  Okkur finnst best að vera heima á Verslunarmannahelgi, hér er allt rólegt og engin erill hvert sem maður fer.  Mér finnst rosalega skrítið að liggja í bælinu til kl 1000 og eða lengur he he he .  Sirrý var einmitt að tala um hvað væri skrítið að vakna og ég í bælinu það er rosalega langt síðan að maður hafi slappað svona mikið af.  Ég fór með Kamillu Stjörnu og það voru settir eyrnalokkar í hana hún er svaka skvísa með bleika eyrnalokka og afi gaf henni ís þegar hún var búin enda komu lítil tár þegar skotið var í hana lokkunum.

Við Sirrý erum farin að fara í göngutúra á kvöldin, það er rosalega hressandi að fara í létta göngutúra í svona fallegu veðri.  Við kíktum á Einar frænda í gærkvöldi og hann lagði fyrir mig spil, það er svo merkilegt að hann segir alveg það sama og Magga mín.  Ég er alltaf að sjá betur og betur hvað hún er sniðugur í því að spá í Tarotspil.  Ef allt rætist þá er bara bjart yfir kallinum á næstu misserum, miklir peningar og flutningar og ný störf he he he skrítið. 

Við ætlum að fara niður í bæ í dag og rölta um bænum í dag og síðan ætlum við að fara á tónleikanna í Húsdýragarðinum í kvöld með Stuðmönnum einnig ætla ég að fara að sjá Bjössa spila á innipúkanum en hann er að spila í tveimur hljómsveitum þar í kvöld.

 Ég fór í atvinnuviðtal á föstudaginn í annað sinn á sama stað, ég fæ að vita það eftir helgi hvort ég fái þetta starf, en ég er rosalega spenntur fyrir þessu starfi.  Við erum líka að vinna að stórri áætlun ég og Skúli það er rosalega stórt dæmi sem er á algjöru byrjunarstigi og ég segi meira frá því síðar. Við erum enn að skoða reksturinn á Atlantic skipinu sem við fórum að skoða, en okkur finnst verðið á honum er heldur hátt.

Ég er á fullu í Bridge investment klúbbnum, og ég hef verið að skrá inn fólk enda er að styttast í að hægt verði að kaupa 3 sæti vegna þess að við erum að fara inn í Bretland, en þá breytist kerfið í silfur gull og platínu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband