Mánudagur, 6. ágúst 2007
Mánudagur 06.08.2007
Hæ.
Við fórum á tónleikana með Stuðmönnum í gærkvöldi í Fjölskyldu og húsdýragarðinum. Þarna var saman komin mikill fjöldi fólks og er það vel. En eitt sló mig mjög mikið, er hvernig fullorðið fólk hundsar og vanvirðir fatlað fólk í hjólastólum. Ég stóð ásamt fólkinu mínu fyrir aftan hóp af fólki sem var í hjólastólum ásamt aðstoðarfólki sínu sem átti í mesta basli með að vernda skjólstæðinga sína fyrir fullorðnu fólki sem vildi troðast yfir það. Fólk var ótrúlega skilningslaust á þarfir þessara einstaklinga og vildi bara fara sínu fram. Ég var að hugsa meðan ég stóð þarna að ætli fólk myndi haga sér svona ef þetta væru börnin þeirra sem sætu þarna í hjálastólum að reyna að skemmta sér við að horfa á þessa gömlu menn sprikla á sviðinu. Mér finnst að skipuleggjendur svona samkoma ættu að hafa sér svæði fyrir fólk sem er fatlað. Ég geri mér grein fyrir því að það getur verið erfitt en það er nauðsynlegt á svona samkomum. Sérstaklega á svona sem er erfitt að koma öllum þessum fjölda fyrir.
En mér fannst eða fékk á tylfininguna að þessi samkoma hafi verið skipulögð til að moka inn fjármunum, og ekki verið skipulögð í þaula. Það hefði margt betur mátt fara þarna. En framtakið er gott.
Við sáum mikið af Skagafólki þarna og manni Hlínar alltaf um hjarta rætur þegar maður hittir gamla og góða Skagamenn, taugarnar liggja alltaf heim he he he he.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.