Fimmtudagur, 9. ágúst 2007
Fimtudagur 09 08 2007
Hæ allir.
Ég er enn heima að passa barnabörnin mín að einhverju leiti en mest reynir á ömmuna en ég reyni að létta undir. Ég hef verið að gera áætlanir og mynda okkur hugmyndir hvað við gerum í framhaldinu á þessari skoðunarferð sem við fórum í til Belgíu. En við erum að melta þetta með okkur enn. Við erum að fara á fund um helgina með mönnum sem eru að fara að gera stóra hluti í framtíðinni kannski eigum við samleið með þeim, það kemur kannski í ljós um helgina hvort af verður.
Ég var að fylgjast með umræðu í Kastljósinu í fyrrakvöld um einelti á vinnustöðum mér fannst þessi umræða svolítið merkileg og leiddi huga minn afturábak og var að hugsa um suma vinnustaði sem ég hef verið að vinna á, þar ætti endilega að taka til hendinni sýnist manni en maður á ekki að horfa afturábak því það er fortíðin við erum í deginum í dag og horfum til framtíðar. Ég er nefnilega að lesa Leyndarmálið og er að reyna að temja mér jákvæða hugsun til að vera jákvæður sjálfur
Ég var að hugsa í gærkvöldi eftir að ég las í Leyndarmálinu hversu líkt leyndarmálið er að byggja á og ALANÓn kerfið og ég fór að hugsa um dóttur mína og tengdason hvað þau eru að gera og hvað þau eru að áorka með þessu kerfi það er svolítið magnað. Þau eru í þessu kerfi og þau eru að gera svo flotta hluti að maður öfundar þau helling. En ég ætla að leggjast í þessa bók og í þetta kerfi og verða svona sjálfur.
Athugasemdir
æji ég er ekki hrifin af leyndarmálinu. mér finnst Alanon kerfið mikið betra. En ef fólki vantar eitthvað í lífið sitt er um að gera að bæta því inní daglegt bænalíf, kannski ekki Guð gerðu mig að milljarðamæringi! en Guð hjálpaðu mér að búa börnunum mínum gott heimili og sjá fyrir þörfum okkar allra, um að gera að biðja Guð að hjálpa sér á hvaða sviði sem er. Svo virkar pollýönnuheimspekin mjög vel. þ.e. horfa á björtu hliðarnar
Guðrún Sæmundsdóttir, 10.8.2007 kl. 21:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.