Sunnudagur 12. 08.2007

Hæ.

Ég er búin að eiga mjög góðan dag.  Við hjónin erum búin að fara langan göngutúr um Mosfellsbæ bara svona í gamni.  Það er gaman að labba þar og fallegar gönguleiðir mjög hressandi.  Við fengum til okkar í heimsókn í morgun litlu skvísurnar Sölku og Kamillu og voru hjá okkur í góðan tíma.

Annars er það að frétta að ég er komin í nýja vinnu.  ÉG réð mig til Samskipa sem viðskiptastjóri frystivöruflutninga.  Þetta er mjög spennandi starf og verður gaman fyrir mig að kynnast þessu.  En maður hefur alltaf verið hjá litlum aðilum sem eru að basla af stað.  Það verður gaman að sjá þetta hjá alvöru fyrirtæki.

Þarna hitti ég fyrir gamla stýrimanninn minn og skólabróðir og verðum við hlið við hlið hann með bulk,  og ég frystivörurnar.  Það verður voða fínt að kynnast þessum heimi, og ég er mjög spenntur.sitelogo

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband