Mánudagur 13.08.2007

Hæ allir.

Það eru enn einar fréttirnar af slysförum nú og einn enn lætur lífið í bílsslysi.  Þetta tekur alltaf mjög mikið á mig og það rifjast upp fyrir mér slysið hjá föður mínum á sínum tíma.  Ég votta öllum aðstandendum mínar dýpstu samúðar. 

Annars er dagurinn búin að vera mjög góður hjá mér.  Ég er búin að vera vinna mikið í tölvunni minni í bréfaskriftum og fl.  Síðan var farið í golf með fyrrverandi vinnufélögum, og getið þið hver skildi hafa unnið!!!!!!!  ekki þeir heldur kallinn sjálfur he he he he he eh eh eh fyrirgefðu Gummi minn.  Síðan í kvöld fór ég í styrkingu í Árbæjarkirkju sem var rosa gott þegar maður er búin að vera á miklu flugi í hausnum. 

Ég er rosalega ánægður með Grím bæjarstjóra í Bolungarvík með ástarvikuna það er rosalega sniðugt hjá þeim fyrir vestan að lífga svona uppá hversdagsleikan, og ekki veitir af eftir þessar leiðinlegu fréttir af niðurskurði á kvóta og sölu fyrirtækja og lokunar fyrirtækja fyrir vestan.  En vonandi eru bjartari tímar þar í atvinnumálum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband