Föstudagur 17.08.2007

Hæ allir.  Ég er búin að vera að horfa á tónleikanna sem voru á Laugardagsvelli, og eiga Kaupþing menn heiður skilið fyrir þetta framtak.  Og Einar Bárðarson og hans crew til hamingju.  Garðar Thor, Bubbi því líkir snillingar og sjálfur disco kóngurinn alltaf flottur.  Til hamingju Kaupþing banki.

Annað sem gladdi mitt hjarta, sem sýndi mér að ekki er ég einn í myrkrinu varðandi stóra ferjumálið, Bubba Morteins er nóg boðið, og fullt af fólki greinilega.   Hvar er Forsætisráðherrann af hverju þegir hann algerlega???  Er ekki komin tími á að einhver taki pokann sinn.  Allavega verður einhver að bera ábyrgð.  Geir Haade  hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst hann flottur og einn besti Forsætisráðherra í nokkuð mörg ár, mér finnst hann eigi að stíga fram og láta sína undirmenn æxla ábyrgð.  Það er ekkert annað en þjófnaður frá okkur sem erum að borga til samfélagsins að leyfa mönnum að stela 2-300 milljónum úr ríkiskassanum.  Þetta eru ekki peningar einstakra ráðherra þetta er okkar fé, og löngu tímabært að fyrrverandi Samgönguráðherra segi af sér þingmennsku og það strax.  Árni Johnsen var þvingaður til að segja af sér fyrir þjófnað því ekki aðrir???.

Annars er þessi dagur búin að vera svolítið viðburðaríkur hjá mér.  Ég var að hefja störf hjá Samskipum.  Ég er  Viðskiptastjóri í stórflutningadeild og mér líst rosalega vel á mig þarna.  Þarna hitti ég fyrir nokkra gamla skipsfélaga og vini sem ég hef ekki hitt í nokkur ár.  Það var rosalega gaman að sjá þessa stráka aftur eftir svona mörg ár, sem segir manni að maður gerir aldrei nóg af því að rækta vinarsamböndin.  Mér fannst til fyrirmyndar að koma inn sem nýr starfsmaður, það var rosalega vel tekið á móti mér og farið í gegnum fyrirtækið og ég kynntur fyrir öllum helstu verðandi samstarfsfélögum.  Síðan er manni réttar leiðbeiningabækur um fyrirtækið og maður er beðin að kynna sér vel fyrirtækið og annað og gefa sér tíma til þess,

Frábærar móttökur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Innilega til hamingju með starfið. Tónleikarnir voru flottir. Ég botna hvorki upp né niður í þessu ferjudæmi. Við látum bjóða okkur allskonar rugl.

Jóna Á. Gísladóttir, 18.8.2007 kl. 13:34

2 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Gangi þér vel í nýja starfinu! Þetta ferjumál er stórundarlegt, ég meina hvernig getur svona lagað gerst?

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 22:53

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Smá viðbót, Tónleikarnir voru frábærir! Garðar Thor er svo frábær, sá á eftir að meika það En nýja strákasveitin lofar góðu, en  Stuðmenn spjara sig ekki nógu vel svona kvennmannslausir

Guðrún Sæmundsdóttir, 18.8.2007 kl. 22:56

4 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Til hamingju með nýja djobbið. Það segir þú svo sannarlega satt maður er svakaleg mikill skussi í því að halda sambandi við gamla félaga. Það sér maður best þegar maður hittir þá eftir langan tíma og yfirleitt fyrir slysni. Mín skoðun er sú að það verður að fara að breytast eitthvað í þessum 
málum hjá stjórnmálamönnum þessa lands. Það verður að teljast algjörlega 
óásættanlegt að sólunda skattfé landsmanna með jafn óábyrgum hætti og 
gert er á mörgum sviðum og enginn tekur á sig skömmina, heldur er leitað 
dauðaleit að einhverjum sendiboðaræfli eða skúringarkjellu og þeir ræflar
aflífaðir í beinni sem öllu á að redda. Hvað er þetta með siðferðiskenndina þessara manna er hún neðan við núllið? Það stendur ekki á því að tala um gríðarlega ábyrgð þegar menn reyna að réttlæta hverja sjálftöku launa eftir aðra og sópa undir rassgatið á sér allskonar bitlingum. Ég krefst afsagnar
þeirra sem ábyrgðina bera, og hætta þessum auma leik við að fela sig á bak við eigin skít og vanhæfni.
kv. Halli

Hallgrímur Guðmundsson, 19.8.2007 kl. 11:16

5 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Takk fyrir árnaðaróskirnar mér til handa.  Mér fannst þessir tónleikar rosalega flottir og öll umgjörð í kringum þá. Ég sr sammála þér Guðrún með Garðar Thor, það er unun að hlusta á þennan strák tær snilld.

Jóna þetta ferjumál er bara hneyksli og er stjórnvöldum til vansa, þetta snýst um að það var sett á stofn nefnd til að taka út ferjusiglingar til Grímseyjar.  Nefndin komst að því að það væri kostnaður uppá  5-600 mill, að smíða skip í þetta verkefni.  Þessi nefn ákvað að það væri ódýrara að kaupa notaða skip í verkefni og keypti ónýtt skip sem allir voru búnir að vara við að væri ónýtt þar með talið Siglingastofnun.  En einn nefndarmanna settist og gerði áætlun um að þetta kostaði ekki nema 150 mill. en kostnaðurinn er komin í 550 mill. og engin veit af hverju og hvernig.  Það er ekki búið að tala við einn eða neinn um hvernig þetta á að vera og enginn veit hver er að stjórna verkinu Vélsmiðjan er bara komin með skrifstofumann sem skrifar reikninga og engin veit hver biður um verkin sem er verið að vinna skrítið. 

Já Hallgrímur svona er landslagið í okkar þjóðfélagi í dag, og því miður held ég að t.d. þetta mál verður svæft með þögninni eini saman endar Sturla búin að gefa tóninn með það.    Og ekkert heyrist frá Forsætisráðherra og þetta ætlar að vera bara svona áfram. því miður.

Einar Vignir Einarsson, 19.8.2007 kl. 13:58

6 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Sem sagt svona týpískt ...ekki benda á mig.... mál

Jóna Á. Gísladóttir, 20.8.2007 kl. 15:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband