Föstudagur 24.08.2007

Hæ.

ÉG vil byrja á því að Óska Möggu minni hjartanlega með afmælið hún er 28 ára í dag.  Við vorum bara börn þegar hún kom í heiminn á Akranesi Sirrý 17 ára og ég 19Smile  Við vorum að byrja lífið og Magga var svo mikið að flýta sér að verða fullorðin að það var ekki fyndið.  Hún var mjög fljót að fara sínar eigin leiðir og vildi ráða sér sjálf þessi elska og alstaðar sem hún kom fór það ekkert á milli mála he he he he.  En í dag er Magga að flýta sér hún er búin að eignast 3, yndisleg börn og er í Háskólanum í Reykjavík og fl þessi stelpa er og hefur alltaf verið sprengja í dugnaði   Til hamingju Magga mín.

Undan farið er ég búin að fylgjast með umræðunum un Gírmeyjarferjuna og er enn sannfærðari um að bæði Sturla Böðvarsson og Árni Mallhísen eiga að segja af sér þingmennsku þó ekki nema bara af því að þeir keyptu skipið án heimilda það eitt er nóg.  Árni Johnsen og Guðmundur Árni þurftu báðir að segja af sér þingmennsku af minna tilefni.

Eins og ég sagði frá um daginn var ég að byrja í nýrri vinnu, sem er ekki frásögu færandi nema það að ég er rosalega ánægður með allt starfsumhverfi þarna.  Ég er búin að kynnast fleirum fyrirtækjum  en þau eru ekki að búa svona vel að fólkinu sínu að mér sýnist, en það skal tekið fram að ég er nýbyrjaður og engin reynsla komin á þetta.  Það ríkir einhvernvegin mikil glaðværð og samheldni innan veggja fyrirtækisins, ég var einmitt að tala við einn kollega minn í dag og hann var að segja það sama.  Manni er hjálpað mikið að komast inn í hlutina og síðan er starfsmannafélagið mjög virkt.  Til dæmis var í vikunni Salsa þema á fimmtudaginn með hljómsveit og pinna mat og flottheitum og á morgun er fjölskyldu grill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband