Sunnudagur, 16. september 2007
Sunnudagur 16.09.2007
Hæ allir.
Ég er búin að vera á þvælingi alla síðustu viku um Austurland. Við fórum í vinnuferð 4. saman, og við fórum upp áð Kárahnjúkum og fengum sérstaklega fallegt veður,og einstaklega persónulega leiðsögn u svæðið. Þetta mannvirki er stórkostlegt,og þeim sem að því stóðu til fyrirmyndar. Þarna er ekkert nema auðnin, sandur og möl. Síðan kemur maður að þessum glæsilegu mannvirkjum og að sjá hversu glæsileg þau eru. Við fengum að fara inn í göngin sem eru undir stíflunni og þar fengum við að sjá hvernig lögmál Jegtorsinns er að virka. Það er verið að hleypa vatni út til að stýra hæð lónsins og það var magnað að finna hversu miklu lofti vatnið dældi niður um göngin og út algerlaga magnað. Einnig er rosalega flottur frágangur á stíflunum öllum frábært alveg. Ég áttaði mig aldrei hversu tórt og mikið þetta er allt. Síðan fórum við niður í stöðvarhús, og hittum þar fyrir hana Sollu sem veitti okkur algerlega frábæra leiðsögn um stöðvarhúsið og hún fór með okkur um allt undir túrbínur og bara allt, Takk fyrir það Solla algerlega magnað hversu magnað mannvirki þetta er. Og ég skil ekki þá sem eru að mótmæla þessu mannvirki og eins og það er. Þarna uppeftir komu kannski 100 manns á ári en með tilkomu þessa mannvirkis geta allir komist þangað uppeftir á bundnu slitlagi þökk sé Landsvirkjun. En hitt er svo annað mál hvernig við eiðum raforkunni í álver eða eitthvað annað er síðan annað mál. Það eina sem stakk mig var sjónmengunina af línumöstrunum, en það er ekki svo mikið miðað við hversu stórkostlegt mannvirki virkjunin og stíflan er. Við fórum einnig niður á alla firði Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð,Eskifjörð,Norðfjörð. Það var gaman að koma á Fáskrúðsfjörð. Fyrst að keyra í gegnum þessu flottu göng og síðan að sjá bæjarfélagið frábærlega snyrtilegur bær. Þegar ég kom þarna fyrir nokkuð mörgum árum fannst mér Fáskrúðsfjörður einn sóðalegasti bærinn á austfjörðum en í dag er hann einn flottasti bærinn.
En það er annað þegar maður kemur á norðaustur hornið fyrir utan Vopnafjörð og Þórshöfn sem eru mjög flottir bægir en það var ekki eins líflegt á Raufarhöfn og þar í kring þar þyrfti Steingrímur J. að hætta að segja nei við öllu. Síðan Kísilverksmiðjan hætti er bara allt á niður leið. Auð hús og bægir verslanir og bara allt á niðurleið það þyrfti að hressa uppá þennan hluta landsbyggðarinnar og í raun er það aðdáunarvert hjá fólki að halda þessum sveitarfélögum í byggð. En meira um þetta síðar.
Ég er að tína saman svör við ýmsum spurningum varðandi Breiðafjarðar ferjunni Baldur. Þar er mikið búið að vera í gangi sem er ekki alveg eðlilegt, og sýnist mér að hlutur Sturlu Böðvarssonar í því dæmi er ekki eðlilegur en ég kem til með að segja frá því þegar ég er búin að fá þau svör.
Sirrý mín innilega til hamingju með afmælið í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.