Mánudagur, 17. september 2007
Mánudagur 17.09.2007
Góðan daginn.
Það er eitt svolítið skrítið. Þegar ég var á Akraborg þá voru gerðar miklar kröfur vegna lekastuðuls þar sem Hún (Akraborg) var undir svokölluðu A.og B svæði samkvæmt stuðli S.O.L.A.S. En S.O.L.A.S kröfurnar voru síðan teknar upp hjá Evrópusambandinu. Þegar nýjasti Baldur var keyptur þurfti að breyta honum töluvert og hann féll varla undir kröfurnar hjá Evrópusambandinu umöryggi sjófarenda á svæðum A. hvað þá heldur B. varðandi lekastuðla. En þá kom Sturla Böðvarsson inn og lét Siglingastofnun finna út að Breiðafjörðurinn væri einungis samkvæmt skilgreiningu A samkvæmt kröfum Evrópusambandsins og S.O.L.A.S. Þetta er hið furðulegasta mál þar sem þarna er mikið af skerjum og mjög straumhart og einnig hefur meira að segja ferjan Baldur (Baldur sem var smíðaður á Akranesi) strandað. En þetta eru skip sem eru að flytja fólk og bíla og er furðulegt að kröfum um öryggi sé breytt í þeim eina tilgangi að auðvelda og gera ódýrari þær breytingar sem þurfti að gera á þessu skipi.
Annað sem er svolítið skrítið, er að Vegagerðin átti og rak Baldur og var síðan flutningurinn boðin út eins og Herjólfur og Sæfari. En á ákveðnum tímapunkti fékk þetta fyrirtæki Sæferðir þennan flutning þó svo að þeir (Sæferðir)væru að reka einkarekstur með skoðunarferðir út frá Stykkishólmi. En það er bannað að blanda saman ríkisrekstri og einkarekstri. En það var ákveðið hagræði af því hjá þeim enda var eldhúsið um borð í Baldri notað linnulaust til að útbúa samlokur og annað sem selja átti um borð í hinum skipunum. En allur matur keyptur út á Baldur. Það er meira skrítið sem er í kringum þetta útboð og rekstur sem ég segi frá síðar. En í framhjá hlaupi er fyrrverandi Samgönguráðherra og eigandi Sæferða miklir kunningjar.
Athugasemdir
Sæl Hanna Birna. Þessir A og B stuðlar eru stuðlar um hafsvæði, hafsvæði eru flokkuð eftir fjarlægðum í land og hvernig siglingaleiðir eru. Hvernig er þéttileiki skipa og hvaða rými þurfi að vera vatnsþétt. Einnig hvaða fjarskyptatæki eru um borð og líka um stærð áhafnar og fl.
Einar Vignir Einarsson, 17.9.2007 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.