Miðvikudagur 19.09.2007

Ég er að fíla þessa vinnu mjög vel, þetta er næst því að vera í askjóninni á sjónum.  Þetta er ótrúlega spennandi.  Ég er að gera þá hluti sem mér finnst skemmtilegast að vera í sambandi við fólk út um allt land og einnig út í Evrópu.  Þetta er mjög lærdómsríkt. 

Ég hef verið að leika mér svolítið núna ég er í golfinu  og er bara að leika mér fyrir mig.  Litlu afabörnin mín eru mikið hjá okkur og það er bara yndislegt:  Magnús minn er að spila handbolta á fullu með Fram, og hann á einmitt að fara að keppa um helgina og kallinn verður að mæta og hvetja drenginn sinn.  Ég vona að ég komist en ég þarf að taka á móti tveimur skemmtiferðarskipum í Keflavík á Laugardagsmorgun.

Annars er bara gott af mér að frétta, ég er í skólanum og ég er að reyna að myndast við að vera að hreyfa mig aðeins þar sem þessi vinna krefst ekki mikillar likhamlegar  áreynslu svo að maður verður að gera eitthvað í sínum málum enda veitir ekki af af nóg er af að taka. Síðan er ég að vinna í Bridge fjárfestingaklúbbnum en þar er algjör sprengja í nýskráningum.  Endilega hafið samband ef þið viljið kinna ykkur það consept.   e-malið hjá mér er  evebridge@simnet.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Örn Einarsson

Sæll nafni og frændi.

 Rakst á bloggið þitt. Til hamingju með vinnuna, frábært að heyra að allt gengur vel. Ekki að spyrja að Lögbergsættinni.

Ég fer á sjóinn á mánudag eftir eins túrs frí.

Bestu kveðjur.

Einar Örn

Einar Örn Einarsson, 19.9.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband