Sunnudagur, 23. september 2007
Rakst á þessa frétt á RUV.
Skyldi hann segja frá því hvernig hann sletti hornsteininum í Kárahnjúkavirkjunn??? Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, flytur á miðvikudaginn vitnisburð frammi fyrir nefnd þingmanna öldungadeildar Bandaríkjaþings. Forsetinn fjallar þar um orkumál, en tilefnið er fyrirhugað átak bandarískra yfirvalda í framleiðslu orku með jarðvarma. Yfirheyrslur fara reglulega fram á Bandaríkjaþingi, meðal annars til að kynna sér ýmis málefni sem þingið fjallar um. Í þetta skiptið er það sérstök nefnd öldungadeildarinnar sem fjallar um náttúruauðlindir. Forsetinn verður fyrsti gestur nefndarinnar en á eftir honum koma Alexander Karsner, aðstoðarorkumálaráðherra Bandaríkjanna, sem heimsótti Ísland í sumar, og forstöðumaður USGS, jarðfræðistofnunar Bandaríkjanna. Tilefnið er frumvarp sem formaður náttúruauðlindanefndarinnar, þingmaðurinn Jeff Bingaman, setti fram í sumar. Í frumvarpinu er lagt til að hið opinbera veiti fé í rannsóknir og styrki til að auka orkuframleiðslu með jarðvarma, og það markmið sett að árið 2030, geti slík orkuver framleitt 20% af þeirri orku sem Bandaríkjamenn nota - þetta hlutfall er brotabrot í dag. Forseti Íslands tekur í þessari ferð einnig þátt í árlegum fundi um þróunaraðstoð, sem fyrrum Bandaríkjaforseti, Bill Clinton, heldur í New York.
|
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.