Mánudagur 24.09.2007

Hæ.

Ég var að hlusta á fréttirnar þar sem ríkisendurskoðandi var að tjá sig um ábyrgð stjórnmalamanna.  Þetta er hvergi í hinum vestræna heimi að enginn beri ábyrgð á görðum sínum, líkt og er hér.  Þið munið eftir sænska ráðherranum sem notaði greiðslukortið frá ríkinu í sinni þágu hvað gerði hann,  Hann varð að segja af sér.  Hér kemur Árni Matthíssen og eyðir hátt í milljarði undir hesthús og Grímseyjar ferju án heimildar og hann þegir þunnu hljóði og Geir gerir slíkt hið sama, og Sturla er jafn sekur eða sekari og hann þegir líka.  Hvað er að?  Meira að segja á Ítalíu komast menn ekki upp með neitt klúður án refsinga. Ég vil að það verði gerð úttekt á þessu öllu saman og það verði skipt út fólki sem er í stjórnmálum sem hefur verið á gráu svæði með fjárheimildir í hvaða flokki sem það er.  Þó svo að þá fjúki næst síðasti Framsóknar maðurinn það verður þá að hafa það.  Ég held þá áfram einn he he he he he. 

Við erum búin að eiga góða helgi hjónin , það er búið að vera veikindi hjá frúnni og við vorum bara hér heima að mestu og vorum að læra hvort í sínu herberginu.  Litlu sílin mín komu náttúrulega til okkar og fengu ísinn hjá afa sínum.  Í dag er svo búið að vera frekar rólegt í vinnunni hjá mér en það horfir í mikla vinnu á næstu dögum.  Síðan er kallinn að hefja æfingar með samstarfsfólkinu 6 vikna námskeið svo kannski er þetta síðasta blogið ætli maður drepist ekki he he he he, hver veit.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Guðmundsson

Sammála Einar það á að gera úttekt á þessu og láta þá sæta ábyrgð sem ábyrgðina bera á bruðlinu og vitleysunni.

Hallgrímur Guðmundsson, 25.9.2007 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband