Miðvikudagur, 26. september 2007
Kristján ríður ekki.............
Hæ.
Ég var að hlusta á Kristján Möller í morgun útvarpinu á Bylgjunni. Ég var rosalega hissa hvað hann er ylla upplýstur eða veruleikafirrtur. Fyrir það fyrsta er hann að reyna að breiða yfir skítinn sinn varðandi Einar Hermannsson og segir að hann hafi ekki einn borið ábyrgð á Grímseyjarferjunni heldur fleiri, og þess vegna hafi ekki verið rétt að nefna hann einan. En það var ekki vegna þess að Einar var búin að hóta málsókn nei nei. Hann sagði líka að það væru í raun hafnar strandsiglingar því eitt fyrirtæki fyrir norðan kæmi við á tveimur þremur stöðum úti á landi. Er ekki í lagi með manninn. Samskip og Eimskip eru að koma við á tveimur til þremur stöðum í hverri einustu viku ekki eru það strandsiglingar. Axel kemur til Akureyrar og Sandgerðis ásamt fleirum höfnum ef hann er að koma með farm eða taka farm til útflutnings. Ekki að ég sé að gera lítið úr því. Svo sagði hann að ef að strandsiglingar ættu að hefjast yrði að styrkja þær, það er ekki rétt, ef að bílaflotin sem er að keyra á vegum landsins greiddu þau gjöld í samræmi við einkabílinn og hversu miklu þeir slíta vegum landsins þá þyrfti ekki að styrkja strandsiglingar. Ég er einn af hópi manna sem er búin að senda bæði Kristjáni Möller bréf og einnig Sturlu Böðvarssyni og biðja um viðtal út af þessu máli en hvorugur hefur svo mikið sem svarað bréfinu. Sú hugmynd var að vera með skip á ströndinni og feedera fyrir hin skipafélögin á útflutningahafnirnar. En til þess þurfti bara að samræma gjöld fyrir skip og bílaflotan og gera þau samkeppnisfær. Auðvitað vildu skipafélögin fá ríkistyrk. En það sem við vorum að bjóð'a að koma inn sem þriðju aðlar og vera ekki í útflutningi heldur feeda milli hafna innanlands. Það eru strandsiglingar Kristján.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.