Fimmtudagur, 27. september 2007
Þetta er rosalegt....
Það er mjög slæmt fyrir byggðalög eins og fyrir Þorlákshöfn og Eskifjörð að missa svona vinnustaði úr rekstri. En af hverju er þetta?? Við erum búin að vera með kerfi sem átti í upphafi að vernda fiskistofnanna en síðan það kom á hefur kvóti minkað og minkað skrítið. En hafið þið tekið eftir öðru það er það að bankarnir okkar þeir lána og lána út á syndandi fisk í sjónum þó svo að kótinn minnki er þetta ekki eitthvað skrítið.. Eru bankarnir að hlaupa undir bagga hjá fólkinu sem er að missa sín störf og lenda þar af leiðandi í klemmu fjáhagslega nei leifi ég mér að fullyrða. En hitt er annað mál mikið af þessu fólki getur fengið vinnu annarstaðar eins og atvinnuástand er núna sem betur fer en sumir eru búnir að slíta sér út í þessari vinnu í gegnum tíðina og eru farnir að eldast og ganga þar af leiðandi ekki í vinnu og það er þessu fólki sem þarf að hjálpa.
Tæplega 60 starfsmönnum Humarvinnslunnar á Þorlákshöfn sagt upp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.