LAugardagur 29.09.2007

Hæ.

það var rosalega skemmtilegt í gær, hjá mér og okkur.  Það var mjög skemmtilegt í vinnunni, og síðan í gærkvöldi fórum við í boð um borð í HMLMS Johan de Witt.  Sem er eitt af flagg herskipum Hollenska flotans.  Það var ótrúleg upplifun.  Við fengum að fara um allt og við strákarnir í deildinni minni fengum einstaklega góða leiðsögn um skipið.  Það er rosalega magnað að koma um borð í svo magnað skip.  Og þeir möguleikar sem hægt er að gera þarna um borð er ótrúlegt.  Þetta skip getur sökkt sér niður um 4 m. að aftan og tekið um borð pramma og fl.  Það er með nokkrar þyrlur um borð af stærstu gerð og þarna er fullkomið sjúkrahús, (Eins gott að Alfreð Þorsteinsson hafi ekki séð það )  og bara nefndu það.  Það er nægur vélarkraftur þarna en allur skrúfubúnaður er rafmagnsknúinn.  Og Sirry var rosa hrifin af eldhúsinu he he ekkert smá.  Áhöfnin er um 150 manns og síðan er hægt að vera með um 600 manns að auki um borð í kojum. 

Síðan fórum við aðeins út á lífið eftir partýið og áttum rosa gott kvöld vinnufélagarnir.  Í dag er ég að fara að kíkja á afa drenginn minn að keppa um 3 sætið í handboltanum og síðan ætlum við hjónin uppá Skaga í kvöld og heilsa upp á Gurru og Simma og förum svo á miðilsfund það er svolítið spennandi.n


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband