Miðvikudagur 03.10.2007

Það er búið að vera mikið að gera hjá mér undanfarið, bæði í vinnunni og eins í einkalífinu.  Í gær mætti ég í vinnu kl 0630 til að fara í leikfimina, það var tekið rosalega á því, enda eru lappirnar á mér og í raun allur skrokkurinn búinn að vera að öskra á mig í allan dag af harðsperrum LoL.  En það er samt rosa hressandi.  Ég er búin að vera að stauta mig áfram í pappírsmálum og öðru í vinnunni en kollegi minn er í London svo að maður verður að bjarga sér sjálfur og treysta á að maður geti  gert hlutina rétt.  Þetta hefur bara gengið fínt hjá mér svoleiðis.  Ég er búin að vera á nokkrum fundum og vinna mikið í ýmsum málum sem ég er að klára.

 Ég er búin að halda það alla vikuna að ég sé að fara til Færeyja á morgun og búin að vera gera ráðstafanir með það, en maður er svo klikkaður að það hálfa væri nóg, ég las 5 okt í skeytinu sem ég fékk og hausinn á mér ákvað að það væri 5 okt. á morgun, en sem sagt ég fer þann 5 okt. til Færeyja sem er réttilega á föstudag.  Þannig að ég verð að mæta í leikfimina í fyrramálið aftur og fá meiri harðsperrur he he he.   Og síðan fer ég til Vestfjarða eftir helgi og verð þar í tvo daga. 

Síðan verðum við gömlu hjónin með 3. barnabörn um helgina, úff það verður einhver þreyttur eftir helgi.  En það er gaman að þessu öllu saman. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband