Svona fór með sjóferð þá

Ég átti að vera í Færeyjum í gær og í dag, en það var ekki hægt að lenda vegna veðurs.  Í Færeyjum er voða oft rigning og slæmt skyggni, og það var einmitt í gær.  Við fórum með leiguvél og við sveimuðum yfir í dálítinn tíma og á endanum urðum við að fara heim aftur.  Það merkilega er að við máttum ekki fara Hornafjörð né Vestmannaeyja vegna nýrra reglna um lendingu flugvéla sem eru að koma frá útlöndum þó svo að þær hafi aldrei lent í útlöndum.  "Furðulegar reglur".  Ég var hálf svekktur því að mig langaði að hitta nokkra Færeyinga sem ég þekki og sem ég er í sambandi við daglega.  En annars er bara allt fínt að frétta við erum með öll barnabörnin í nokkra daga, en Magga og Skúli eru úti í Kanada að versla.  Í dag er svo dagurinn mikli í ræktinni nú á allur hópurinn að mæta í Egilshöllina og þar á að taka á því, en það er liður í þessu prógrammi sem kallinn lét hafa sig í he he he he he he.  Síðan á morgun er gólfmót Samskipa, maður verður að mæta í það.  Þannig að það er nóg að gera.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband