Laugardagur, 20. október 2007
Það er gaman að fylgjast með Hönnu Birnu og Gísla Marteini
Mér finnst gaman að fylgjast með þeim tveimur Hönnu Birnu og Gísla Marteini. Það er verið að reyna að finna blóraböggul fyrir innri kreppu í Sjálfstæðisflokknum. Og mér finnst Gísli Marteinn eigi að biðja Björn Inga opinberlega afsökunar á orðum sínum og þeirri lágkúru að koma fram í sjónvarpi og segja að hann sé ómerkingur og að hann myndi ekki trúa einu einasta orði eða gjörðum sem Björn Ingi gerði eða segði, og hann myndi ekki einu sinni treysta honum til að fara út í búð fyrir sig. Ég get ekki orða bundist á þeirri hneisu að leggjast svo lágt að ráðast svona á menn að það hálfa væri nóg, og lýsir Gísla sem stjórnmálamanni. Og mér finnst Gísli vera maður minni eftir svona umræðu og ég er hræddur um að afi Sveinbjörn hafi ekki verið ánægður með svona framkomu. Ég veit ekki hvernig Gísli og Hanna Birna ætla að tækla það að fara að vinna í stjórnmálum eftir svona sprengingu og svívirðingar, þetta eru mestu svívirðingar sem hafa komið fram síðan ég veit ekki hvenær. Þau eru að reyna að kasta ryki í augu fólks til að reyna láta óeiningu innan Sjálfstæðisflokksins ekki koma fram, alla vega vildu menn ekki hafa fundin opin fyrir fjölmiðlum, en það gerðu þó Framsóknarmenn.
Síðan nota þeir Ríkissjónvarpið sem þeir eru búnir að breyta í hlutafélag og hvað hefur skeð síðan??? Öll launamál hjá yfirstjórn hefur margfaldast. hvað annað hefur skeð þar. "Ekkert" nema það að Sjálfstæðisflokkurinn hefur haft beinan aðgang að stofnuninni fyrir sína áróðurs maskínu og nota hana óspart. Ég held að menn eigi að leggja niður vopn og taka orðnum hlut og fara að vinna fyrir hagsmunum Borgarbúa. Og láta okkur dæma verk Borgafulltrúa í næstu kosningum.
Varðandi Orkuveitumálið veit ég að Svandís Svavarsdóttir klárar það mál með reisn eins mikill skörungur og hún er og verður gaman að fylgjast með henni í nánustu framtíð.
Við sinntum störfum okkar vel" | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Æ já það eru ansi ljót ummæli sem að Gísli Marteinn og Hanna Birna hafa látið falla í garðs Björns Inga og skömm að þessu.
Katrín Ósk Adamsdóttir, 21.10.2007 kl. 15:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.