Laugardagur, 27. október 2007
Laugardagur 27.10.2007
Það er búið að vera hellingur að gera hjá mér í gær og það sem er af þessum degi. Í vinnunni minni er búið að vera mikið fjör og mikið að gera. Ég er búin að vera duglegur í ræktinni og líka í körfuboltanum. Það er rosalega skemmtilegt í körfunni en við erum allir í deildinni minni sem förum tvisvar í viku og það er mikið tekið á . Þeir sem þekkja mig geta ímyndað sér hverslags átök eru í gangi þarna það er ekkert smá, og þeir sem minni eru verða að hlaupa stóran hring í kringum kallinn , en það er rosalega gaman og skapar svo góðan móral hjá okkur í deildinni. Það er búið að hlægja mikið af Færeyja ferðum mínum, (sem ég hef ekki komist í enn) en það er búið að skipuleggja næstu ferð hún er á tíma 5. nov. kannski kemst ég????
Í morgun fór ég með Frammaranum mínum í Hafnarfjörðin að keppa, það er rosa gaman að fylgjast með þessum púkum í handboltanum, Mínum gekk rosa vel og lentu þeir í öðru sæti, frábært hjá þeim.
Sirrý er búin að vera rosa veik undanfarið og er heldur að hressast núna. Rosa pest þetta. En okkur er boðið í teiti hjá Bridge ltd klúbbnum milli kl 16:00 til 19:00 en við vorum að flytja skrifstofur okkar frá stórhöfðanum upp á Lyngháls. Það er rosa uppgangur og miklar innskráningar inn í klúbbinn, enda er mikið að gerast þar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.