Laugardagur, 3. nóvember 2007
Laugardagur 03.10.2007
Æji það er svo dökkt og kuldalegt veður úti að manni langar bara að vera heima í rólegheitum og slaka á. Annars fór ég á árshátíð í gærkvöldi hjá Sirrý. Þetta var í fyrsta skipti sem ég hef farið á árshátíð hjá henni sem ekki kom ræða um bágan efnahag og hvað fyrirtækið ætti erfitt og allt væri aumt og svo komu þjónarnir í bunum og dældu koníaki í stjórnina og fljótlega fór einn og einn að detta ofaní súpuskálina. Þessi árshátíð var bara mjög góð frábær matur og skemmtilegt fólk. En einhvern vegin er ég ekki að fíla þessa stjórn og það er ömurlegt að horfa á fyrrverandi og núverandi þjóðkjörna alþingismenn og vera svo að fara út að borða og hafa gaman hjá þessu skemmtilega fólki sem er að gefa svo mikið af sér í sinni óeigingjörnu vinnu. Á sama tíma eru þessir menn sem eru þarna í stjórn að væla yfir rekstrarhalla og væla yfir hversu erfitt er að reka þetta fyrirtæki á sama tíma eru þjónar að bera í þetta fólk dýrindis vín og veigar sem fólkið sem er hjá þeim að vinna hefur ekki efni á svo sem einu glasi. Svo kemur pólitíkin inn hjá þeim í fyrra var boði uppá Vilhjálm en það var drykkur sem var blár voða fínt, en núna var boðið uppá drykk sem var glær og var kallaður núverandi meirihluti í Borgarstjórn og átti að lýsa honum, Þetta eru skilaboðin.
Kannski er ég bara pirraður út í einstaka stjórnarmann þarna innanbúðar ég veit ekki, en þá bið ég Guð minn þess að það verði tekið frá mér.
En annars er bara búið að vera fínt í dag með barnabörnunum á rúntinn. Það er rosa gaman að vera með þau þau gefa manni svo mikið. Maður lærir svo mikið af þessum krílum þau eru svo einlæg.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.