Mánudagur, 5. nóvember 2007
Þetta skil ég ekki...................................
Hvernig á maður að skilja svona ákvörðun. Þarna er um líf eða dauða að tefla. Ég er ekki á móti Vottum alls ekki nema síður sé. Ég er oft búin að vera að ræða þessi mál við einn kunningja minn sem er votti. Hann hefur sýnt mér margt í Biblíunni og margt af því kom mér í skilning á mörgu því sem í Biblíunni stendur. En ég get ekki skilið það að það sé vilji Guðs að móðir tveggja lítilla veikburða hvítvoðunga deigi frá þeim vegna þess að hún meigi ekki þiggja blóð. Ef blóð er svona óhreint hvað þá með mannfólkið sjálft. Margir af því fólki sem er í þessum sértrúar samtökum er fólk með öfga á öllum sviðum í áfengi í kynlífi í spilakössum í matarfíkn í meðvirkni í stelsýki í trúarofstæki og fl.og fl. og margir sem eru að predika þessi fræði eru ekkert að lifa samkvæmt þeim. Þeir eru sjálfir að lifa þessu lífi sem við flest okkar lifum í þessu samfélagi. Það er ekkert að gera betri hluti í lífinu en við hin. Mér finnst svona gjörð sem þessi blessaða kona gerði vera voðaleg, sjálfselsk,eigingjörn. Og ég bið góðan guð að vernda börnin.
Þáði ekki blóð og lést af barnsförum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sorglegt mál
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.