Þriðjudagur, 6. nóvember 2007
Jæja góðir Borgarbúar....................
Nú fer að draga til tíðinda í þessu máli öllu. Nú er verið að birta allt sem snýr að þessu máli. Um helgina var Morgunblaðið með ítarlega úttekt á REI málinu öllu. Ég er nú vissari en áður að undirrótin að þessum slitum í Borgarstjórn er valdsjúkir ungliðar í Borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Nú er Forsætisráðherrann farin að þræta eins og sprúttsali um að hann hafi ekki vitað af málinu. Síðan kemur Gísli Marteinn fram og þrætir sig hásan um að Forsætisráðherrann hafi ekki vitað um málið. Síðan á að klína öllu á Björn Inga Hrafnsson. Hverslags pólitík er þetta. Og ég segi segi nú og ég hafi sagt áður, að ef menn eru brotlegir eiga þeir að segja af sér störfum sem eru í þjónustu okkar íbúa þessa lands. Nákvæmlega eins og menn gera í störfum sínum í fyrirtækjum. Ég vil enn og aftur þakka Svandísi Svavarsdóttir fyrir sinn þátt í þessu máli.
Björn Ingi: Kannski er byltingarforinginn fundinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Bjarni Harðar vildi að Björn Ingi segði af sér, þannig að þú er alla vega sammála Birni Harðar.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 19:54
hmmm........þú segir nokkuð......
Ása (IP-tala skráð) 6.11.2007 kl. 21:52
Það er gott að fara veggmegin framúr annars lagið. En raunveruleikin er ekki við höfðagaflinn.
Eiríkur Ingvar Ingvarsson, 7.11.2007 kl. 18:35
Ég er alveg löngu hætt að nenna að fylgjast með því sem er að gerast,það gerist hvort sem ég verð pirruð eður ei...en ég þarf að fá þig lánaðan 5 des...og þú veist hvert?????Knús
Björk töffari (IP-tala skráð) 8.11.2007 kl. 00:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.