Breytingar á lýfíki jarðar.

Það er dálítið uggvænlegt hvernig allt veðurfar er að breytast hér.  Það er farið að gefa út flóðaviðvaranir og það er farið að flæða víða og veðrið hér í hafinu er orðið stórsjóir svo langtímum skiptir.  Það var ekki svona jú það komu veður og það mikil veður en þau stóðu stutt kannski tæpan sólarhring eða kannski rúmlega það.  En í dag er alltaf vitlaust veður hér í hafinu.  Við erum að reyna að fá skip hingað til lands en þau komast bara ekki.  Þau berjast í fleiri daga og þurfa oft að snúa við og koma sér í var.  Við erum t.d. með tvö skip sem eru núna að reyna að komast en þurftu að snúa við og eru í vari. ´Retta er rosalegt .  Ég man ekki eftir því að ég hafi á mínum ferli sem skipstjóri að ég hafi þurft að snúa við eftir að maður var lagður af stað.  Maður seinkaði brottför eða flýtti ef svo bar undi´r, og þá erum við að tala um nokkra tíma.  Jarðarbúar verða að fara að spá í þessi gróðurhúsaáhrif.


mbl.is Flóðaviðvörun við Norðursjó
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vá - þetta er satt og rétt hjá þér!!

Ása (IP-tala skráð) 9.11.2007 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband