Sunnudagur, 11. nóvember 2007
Maður verður að hrista af sér slenið og blogga......................
Það er búið að vera fullt að gera hjá mér undan farið. Allir morgnar kl 0630 hefjast á sundi eða rækt, en samt minkar ekkert belgurinn á mér En það hlýtur að koma einhvernb tíman kannski. En mér líður svakalega vel inní mér. En ég verð að segja ykkur frá því sem skeði fyrir mig á Föstudaginn Eins og flestir vita sem þekkja mig hætti ég að reykja og drekka fyrir fimm árum síðan, sem er ekki frásögufærandi nema að á Föstudaginn, var vinur minn að fá sér snuff í nefið og snuff fyrir mér er bara gott, svo að ég fékk mér smá. En þegar ég fékk mér þetta fannst mér svo rosa gott að ég fékk mér meira og meira, en þegar ég var á leiðinni heim úr vinnu þá fór mér að líða ógeðslega ylla og varð í raun rosa rosa veikur (eins og karlmenn verða þegar þeim er illt) en ég rétt komst heim og inn á klósett og stóð þá gusan upp úr mér og ég ældi og ældi eins og Múkki. Ég fékk nefnilega tóbakseitrun. Ég hef einu sinni fengið þetta áður, það var þegar ég var stýrimaður á Akraborginni og var búin að hætta að reykja í einhverja daga og fékk mér vindil. Þá var ég svona rosa veikur Þetta segir mér hversu mikill óþverri þetta tóbak er.
En nóg um það, einn er sá partur sem ég geri í vinnu minni er sá að fylgjast með hvað fiskast hringinn í kringum landið og hvað er að ske í sjávarútvegnum. Það skemmtilegasta sem ég geri er að fylgjast með skipunum sem eru með heima síður eins og núna er verið að fiska Silfur hafsins og ég gleymi ég mér í þessu stundum. Ég ætla að setja nokkrar myndir inn sem strákarnir á skipunum taka og setja inn á síðurnar sínar. En við virðum höfundarrétt þeirra sem þessa vinnu þessara manna.
400 tonna kast hjá Guðmundi VE
Það er verið að kasta á Grundafirði
á Guðmundi VE
Keilir á Reikjanesi
Svona fer þegar er verið á grunnu vatni
þá rifnar oft ylla
Það koma Krossfiskar og allskonar hlutir upp
á drættinum.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.