Miðvikudagur, 21. nóvember 2007
Nei er spilling innan Sjálfstæðisflokksins??
Gagnrýnir sölu íbúða til
Atli Gíslason, alþingismaður og hæstaréttarlögmaður, gagnrýnir harðlega söluferli 1700 íbúða á Keflavíkurflugvelli í október. Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar sá um söluna. Atli segir að brotin hafi verið lög um opinber innkaup, útboð og samkeppni og ekki farið tilskipun Evrópusambandsins.
Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar var stofnað til að fara með eignir ríkisins á Keflavíkurflugvelli. Atli segir að vilji félagið selja eignir standi ótvírætt í lögum að það þurfi að gera samkvæmt opinberum reglum og Ríkiskaup eigi þá að sjá um söluna.
Þetta hafi ekki verið gert. Í fréttum Stöðvar tvö í gær var bent á að eitt af þeim fyrirtækjum sem stendur að Háskólavöllum sé í eigu bróður fjármálaráðherra og stjórnarmaður í Þróunarfélaginu sé aðstoðarmaður sama ráðherra. Þá hafi Þróunarfélagið selt 80% af eignum sínum til Háskólavalla fyrir 14 milljarða en markaðsverð nú sé nánast tvöfalt hærra. Atli segir kaupendurna hafa verið handvalda.
Er ekki komin ástæða að fara að fjalla um spillingu hjá Sjálfstæðisflokknum. Er eðlilegt að Bæjarstjóri Reykjanesbæjar sé eigandi og setji í stjórn svona fyrirtækja. Hann kemur í raun beggja megin að borðinu við sölu og Kaup á þessum fasteignum. Það er líka orðin veruleg skýtalikt af Ára Matthísen og hans kumpánum. Það er alltaf að koma meira og meira fram í dagsljósið þar sem hann kemur við sögu og eða hans kumpánar.
Athugasemdir
Eru ekki einhverjir framsóknarmenn þarna á svæðinu líka - sem eitthvað fá fyrir snúðinn?
En án gamans; - þetta er eitt hvað sem þarfnast verulegrar skoðunar. Svo er hitt líka og ekki síður athugunarvert hvernig teknar hafa verið ákvarðanir um að ríkisvaldið veiti - án skilyrða - svo gríðarlega miklum fjármunum til beinnar svæðastyrkingar - með afhendingu eigna til Þróunarfélagsins/Háskólavalla - og taki þær út úr umsjón ríkisins. Það mundu t.d. margir fagna því á landsbyggðinni ef Sjúkrahúsið á Akureyri - eða Háskólinn á Akureyri - Menntaskólinn á Egilsstöðum eða hvaða önnur stofnun yrði afhent sjálfseignarfélagi heimamann til rekstrar og eignar - með þeim skuldbindingum um rekstrarframlög sem þeim fylgja
Benedikt Sigurðarson, 21.11.2007 kl. 08:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.