ÞAð er að koma í ljós sem ég skrifaði fyrir löngu síðan... Ég á meira

 Mig langar að benda á að ég skrifaði um þetta atriði fyrir um 1,5 mánuði síðan.  Þetta er verk Sturlu Böðvarssonar.  Eitt af mörgum af hans einkavina gjörðum.  Kannski að ég ætti að segja frá meiru´.   Ég hugsa málið en ég er með fullt í sarpinum. 
Hér kemur það sem ég skrifaði.

Meiri hugrenningar

Hæ.

Það er meira sem ég er búin að reyna að afla mér varðandi Breiðafjarðar ferjunnar Baldurs.  T.D. Íslenska Ríkið átti Baldur að ég best veit, og var Vegagerðin með yfirráð yfir henni.  En eitt er skrítið,þegar Baldur var seldur og hver sá um söluna haldið þið?????  Sæferðir sá um hana er það ekki skrítið að fyrirtæki sem er með skipið í rekstri samkvæmt útboði sjái um söluna?  Annað hvað var hið raunverulega söluverð, hefur einhver athugað það??  er til uppgjör á því fjármagni sem átti að koma í ríkiskassann, eða fór það til kaupa núverandi Baldurs og hver er þá eigandi á núverandi Baldri er það ekki Sæferðir.  Hvar er þá söluverðið á Baldri gamla??  Hver var eftirlitsmaður með sölunni frá Vegagerðinni?

Einnig er skrítið að Siglingastofnun leyfir það að áhöfn Baldurs kemst upp með að nota I.S.M kerfið hvar er Port stait control?  Er það heimilt ekki samkvæmt því að ég best viti, þá verða öll kaup og farþegaskip að vinna með I.S.M kódann og fylla út skjöl samkvæmt því.  Hver er eftirlitsaðli með því.  Það er til meira í sarpinum hjá mér en þetta eru spurningar sem gaman væri að fá svör við, en ég er búinn að vera að reyna að fá svör en hef ekki fengið nægilega góð svör, og þau sem ég hef fengið þori ég ekki að birta hér.

Uppgjör á Baldri gekk seint

Sæferðir, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur, hófu ekki að borga ríkinu sinn hlut í söluverði ferjunnar fyrr en 15 mánuðum eftir að salan fór fram. Þá er ekki ljóst hvort þessi greiðsla sé í samræmi við samning sem gerður var þegar Sæferðir keyptu ferjuna af ríkinu.

Þetta má lesa út úr skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem ríkisreikningur síðasta árs er endurskoðaður. Ferjan Baldur, sem siglir á sumrin yfir Breiðafjörð milli Stykkishólms og Brjánslækjar, með viðkomu í Flatey, var seld Sæferðum ehf. í lok janúar 2006 fyrir tæpar 38 milljónir króna.

Við söluna var samið um að ef Sæferðir myndu selja skipið fyrir hærra verð rynni 30% af hagnaðinum í ríkissjóð og sá hluti yrði greiddur á sama hátt og Sæfari fengi greitt fyrir skipið.

Innan tveggja vikna frá kaupunum seldu Sæferðir skipið til Noregs fyrir tæpar 100 milljónir króna. Samkvæmt samkomulaginu hefði ríkið því átt að fá rúmar 17 milljónir í sinn hlut. Ekki var samið um það uppgjör fyrr en í júní á þessu ári, eða um 15 mánuðum eftir söluna. Sæfari greiddi hálfa milljón 1.júlí og eftirstöðvar greiðast svo með skuldabréfi með 30 jöfnum afborgunum, þeirri fyrstu í ágúst.

Í endurskoðun ríkisreiknings bendir Ríkisendurskoðun á að langur tími leið frá því Sæferðir seldu Baldur til þriðja aðila þangað til gengið er endanlega frá uppgjörinu. Þá er einnig bent á að skuldabréfið sem greitt er með, ber aðeins vexti frá 1.júní, en ekki frá þeim degi sem skipið er selt úr landi. Að lokum er bent á að engin gögn liggi fyrir um hvernig Sæferðir fékk greitt fyrir skipið en samningurinn kvað á um að ríkið ætti að fá sinn hlut í söluhagnaðinum greiddan á sama hátt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband