Laugardagur, 24. nóvember 2007
Bara rólegheit og jamm
Eftir að ég mætti í vinnu í gær eftir smá slappleika, var stefnan tekin á jólahlaðborð hjá Marisu Polsen á Hótel Loftleiðum. Marisa er snillingur eins og allt hennar fólk. Við vorum öll saman úr deildinni minni. Þetta var rosalega flott og vel fram sett hlaðborð nema að ég var ekki að fíla Helgu Möller en hún söng ásamt Magga Kjartans. >Það er líka svolítið skrítið og í raun fyndið að þegar Gummi sagði mér að Helga Möller væri að syngja undir borðhaldi hafði ég stór orð um það hversu ég væri ekki að fíla hana, hvað haldið þið við fengum borð alveg við sviðið þannig að söngurinn var beint í eyrun mín. Þessu er stjórnað af einhverjum æðri en mér og mínum mætti he he he Gott á mig..... Síðan fórum við hingað til mín og sátum við hér fram á morgun og kjöftuðum og höfðum gaman.
Ég er svo bara búin að vera að silla hér heima í dag. Það er búið að vera hafa samband við mig bæði í gær og eins í dag og verið að bjóða mér nýtt starf. Það er dálítið sjallens en ég er að skoða þetta næstu daga. Það er alltaf svona eitthvað nýtt að koma til manns. Bara gaman af því.
P.S það er gaman að fylgjast með blogginu hjá Júlíus Vifill og Össur og Birni Inga í dag og í gær. Það er fyndið hversu mikill viðsnúningur er hjá þessum mönnum Sjálfstæðismönnum er rosalegur, Kannski er einhver gæðingur sem vill eignast REI Kannski Þorgils Óttar Matthíssen?????
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.