Hvor skildi vera að ljúga???

Ég hafði rosa gaman af því að horfa á silfur Egils í gær.  Þegar Sigmundur Ernir var að spyrja Sverrir Hermannsson um meinta spillingu.  Mér fannst merkilegt margt af því sem hann sagði, meðal annars um Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson og svo vin sinn Finn Ingólfsson.  Mér finnst ótrúleg að ekki skuli koma hreinlega Forseta tilskipun eða eitthvað um rannsókn á yfirlýsingum bæði hans og Finns Ingólfssonar.  Þetta eru svo stórar yfirlýsingar og ef satt reynist rosalega miklir peningar að það væri hægt að byggja 2 háskólasjúkrahús og einnig að hækka laun þeirra sem á þeim myndi vinna verulega án þess að breyta nokkru á stöðu ríkissjóðs í dag.  Er ekki komin tími á að við fólkið í landinu förum að segja stopp.  Eigum við virkilega að horfa á ár eftir ár og bara segja svona er þetta bara, "við lærum á þessu"", er það málið.  Síðan horfum við upp á það að ráðherrar eru að skrifa á blogg sín í annarlegu ástandi á nóttunni af því að þeim líður svo ylla  yfir þeim hlutum sem þeir eru búnir að vera að gera, saman ber Össur.  Á ekki að fara að draga þessa menn til ábyrðar fyrir gjörðum sínum.  Skiptir engu í hvaða flokk menn eru.  Svo kemur fólk fram fyrir alþjóð og segir sig úr flokkum vegna spillingar, fólk sem ekkert blóð er með í æðum sínum heldur rennur bara spilling í æðum þeirra langt aftur í ættir.  Þetta er mín skoðun.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

Var Össur í annarlegu ástandi? Varstu á staðnum?

Þetta finnst mér stór yfirlýsing!

Brjánn Guðjónsson, 26.11.2007 kl. 21:37

2 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Sæll Brjánn.  Ég var ekki á staðnum og ég veit að þetta er stór yfirlýsing.  En það sem ég er að segja er það sem ég er að lesa út úr viðtölum og það sem er í umræðunni.  Það sem ég er að reyna að segja í blogginu er að það er orðin svo mikil spilling og mikið óhreint í kringum þessa opinberu starfsmenn okkar að það hálfa væri nóg.  Það er líka stór orð að væna menn um stuld á milljörðum úr sjóðum ríkisins og fl.  það er bara orðið þannig hér, að verstu bananalýðveldi geta ekki sýnt það sama og við erum að sjá.

Einar Vignir Einarsson, 26.11.2007 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband