Á hvaða villigötum er LHG???

Eru menn að tapa sér á framabrautinni.  Hvað gengur skipherra Gæslunnar til með svona fréttaflutningi.  Er hann að reyna að koma höggi á Skipstjóra skipsins og útgerðarinnar.  Það eru ekki komin sjópróf eða neitt og ég hélt að LHG ætti að gæta allra hagsmuna í stað þess að vera að reyna að upphefja sjálfan sig og sínum kostum með einhverjum yfirlýsingum um ástandið um borð og reyna að kasta á rýrð á getu skipstjóra skipsins til að stjórna aðgerðum skipsins og aðstæðum um borð.  Furðulegt dæmi þarna á ferð.   Yfirleitt reyna menn að gæta þagmælsku við fjölmiðla fyrir sjópróf.

  

  

Gæslan er um borð í Axeli í góðri samvinnu við skipstjórann

Landhelgisgæslan á leið um borð í Axel.

Halldór Nellett, yfirmaður aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, segir að sínir menn hafi farið um borð í flutningaskipið Axel rúmlega sex í dag. Þeir eru enn um borð og hafa stjórn á málum í góðri samvinnu við skipstjóra skipsins. Forsvarsmaður Dreggjar hafði hins vegar neitað því fyrr í kvöld.

„Okkur fannst ástandið ótryggt um borð og ákváðum að senda menn og dælur um borð," segir Halldór í samtali við Vísi. Hann segir skipverja Gæslunnar vera um borð með fullu samþykki skipstjórans, en í samtali við Vísi frá því fyrr í kvöld sagði Bjarni Sigurðsson, forsvarsmaður Dreggjar sem á Axel það rangt að Gæslan hefði tekið stjórnina um borð.

Halldór segir að Bjarni verði að ræða betur við skipstjórann sinn, hans menn séu um borð og verði þar uns skipið kemur að landi á Akureyri í nótt. Hann segir dælingu ganga vel núna og að siglingunni miði vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband