Fimmtudagur, 29. nóvember 2007
Bleikt eða blátt???????
Ég fór að velta því fyrir mér hvað myndi ske hér í þjóðfélaginu ef háttvirtir Alþingismenn sem eru með um 400-500000 kr. tekjur færu í verkfall. Ég komst að því að það myndi ekki breyta neinu, en ef fólk á elliheimilum færi í verkfall fólk með 120000 kr. tekjur. Fljótlega yrði ófremdarástand hér, því afkvæmi þessa fólks yrðu að taka þetta fólk heim til sín og hugsa um það. Ef fólk í leikskólum sem er með 120000 kr tekjur færu í verkfall þá myndi þjóðfélagið fljótlega lamast vegna þess að fólk yrði að vera heima að hugsa um börnin sín ég held að allir séu samála um þetta.
Ég var nefnilega að hlusta á sjónvarpið þegar ég heyrði að Kolbrún Halldórsdóttir fór að tala um það á Alþingi að það mætti ekki klæða börnin í bleikt (Stúlkur) blátt(Drengir). Ég varð svo hneykslaður á þessari kerlingu, væri ekki nær fyrir svona kerlingar að beita sér fyrir því að fólk og þá helst kynsystur hennar fengju mannsæmandi laun og að það væri hægt að manna þær stöður sem vantar t.d.á leikskólum. Hverslags er þetta?? Þessir femínistar sem þeir kalla sig sem eru alltaf að væla um misrétti og misbeitingu á launum og að framkoma við þá séu niðrandi og allt það, láti svo sjást til sín svona bölvað bull. Væri ekki nær fyrir þessar kerlingar sem eru að rifna úr valdhroka að hugsa um kynsystur sínar sem eru einstæðar með börn og eru á skítalaunum gætu lifað á launum sínum mannsæmandi lífi. Eða er það eina markmið þessa fólks að koma fleyrum kellingum í einhverja stjóra stöðu er það eina markmið þessa fólks. Að ná völdum í stjóra stöðum. Af hverju hef ég aldrei séð kæru hjá jafnréttisstofu um ráðningu karls í verkamannastöðu eða í sjómannastöðu eða einhverja lálaunastöðu sem eru einungir "karlastaða" Þetta er bara ruglað lið. Og að hafa ekki meira og þarfara að gera á hinu háa Alþingi en að setja út á bleikt eða blátt furðulegt lið þetta sem er svo alltaf á móti öllu sem er verið að reyna að koma í gegn um þingið og ber fyrir sig hversu umhverfisvænt það sé. Mér finnst svona fólk ekki umhverfisvænt get ekki gert af því.
sorry
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.