Miðvikudagur 05.12.2007

Það er búið að vera frekar flókið hjá mér undanfarið.  Ég er að reyna að djöflast í sundi, jóka, og í körfuboltanum.  En samt gerist ekkert framan á mérDevil En maður verður bara að gera eitthvað annað og breyta því sem maður lætur ofan í sig það er eitthvað vitlaust.  Í vinnunni er búið að vera frekar rólegt en samt er verið að vinna í mörgum hlutum sem eiga eftir að skila sér.  Síðan er ég á fullu í Bridge er á fundum þar 3.sinnum í viku ásamt því að vera að aðstoða fólk við skráningar.

'i kvöld var ég hinsvegar með fund á stofnun ásamt mjög góðri vinkonu minni.  Mér finnst hún svo góð og gefandi að það er yndislegt.  Hún er svo óeigingjörn og einlæg þegar hún er að lýsa reynslu sinni að hálfa væri nóg.  En samt er hún að bera svo stóra krossa á sínu baki, en samt brýtur ekkert á henni.  Takk fyrir kvöldið Björk mín það var æðislegt að vera með þér í kvöld þú ert einstök.

Á morgun fer ég á fund á Hilton  Nordica hótelinu hjá Bridge Fjárfestingarklúbbnum, það verður örugglega rosa flottur fundur.  Þar koma menn úr stjórn Bridge og verða með erindi og ég er að vona að það koma nýjar fréttir fram ásamt því að fólk getur spurt þá um það sem þeim langar að vita um Klúbbinn.  Ég kvet alla að koma og hlýða á þessa menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ elsku vinur og takk sömuleiðis fyrir frábært kvöld.Mér finnst ég rík að eiga þig sem vin og ég vil þakka þér fyrir það.Sjáumst bara hress og kát,kannski á morgun,hver veit..knús

Björk töffari (IP-tala skráð) 6.12.2007 kl. 00:02

2 Smámynd: Haraldur B Hreggviðsson

Sæll Nenni prófaðu að fara í spinning það svínvirkaði hjá mér 25 kg á einu ári og er enn að.Gangi þér vel og gaman væri að rekast á þig og fá okkur kaffibolla saman.Halli Hreggviðsson (Tótu af Skaganum).

Haraldur B Hreggviðsson, 6.12.2007 kl. 08:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband