Hugrenningar mínar.

Ég var að horfa á stöð 2. og þar var kynnt til umfjöllunar Sigurður Kári og Kolbrún Halldórsdóttir, umfjöllunin á að vera að fjölga í heiðursannasjóði.  Ég fór að hugsa, er meiri ástæða að greiða listamönnum heiðurslaun frekar en einhverjum öðrum.  Viti menn ég hlustaði, og ég var undrandi og spurði sjálfan mig, hvað er þessi kona að gera inná þingi?  Eru Vinstri grænir að tapa sér eða er þetta bara hún sem er að láta svona.  Ég er ekki að gera lítið úr listamönnum alls ekki.  Að stunda list er val sem hver og einn kýs að vinna við.  Vinna við ummönnun er val sem konur í (flestum tilfellum) kjósa sér, barnagæsla á leikskólum er líka val hjá fólki sem er að vinna við hana.  Að vinna í fiski er líka val hjá fólki.  Allir sem eru að vinna í þessum láglauna geirum er hugsjón og er mikið menningarleg reynsla sem þjóðinni geymist.  Lystmálari er oft að mála fólk sem var að beiða út saltfisk í gamla daga.  Leikritaskáld er að búa sögur sínar af fólki sem er sérstakt og fl. ofl.  Hún Kolbrún er búin að ganga fram af mér gjörsamlega.  'Eg hef ekki heyrt um að fólk sem er búið að vinna láglauna vinnu alla tíð sé sett á heiðurslaun.  Svo kemur svona manneskja og rífur sig niður í ......... út af listamönnum.  Er hún svona snobbuð eða er hún að reyna að vera svona menningarleg... bara bull.  Það er búið að fjölga úr 13 uppí 30 á örfáum árum svo kveðja 2 þennan heim og það á ekki að fjölga þá ætlar hún að springa og kallar þetta nánasarhátt.  Er ekki í lægi með hana, hvað gengur henni til, ætlar hún að biðja um heiðurslaun alþingismanna næst í von um að hennar árangur verði metin, en ég fullyrði að hún yrði að naga þröskuldinn lengi áður en kæmist inn að mínu mati.  Eki er árangurinn það mikill hjá henni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hún stendur kannski í þeirri trú að hún nái að kaupa sér vinsældir á þennan hátt blessuð konan??

Ása (IP-tala skráð) 12.12.2007 kl. 11:48

2 identicon

Það er langt síðan Kolbrún "fór út á tún". Hún er alveg furðuleg. Vildi meina eitt sinn að ef konur kantsnyrtu sig eða tækju öll skaphár þá fengju karlar sem þetta sæju hvatir til barna. Hún sagði þetta í sjónvarpi og þá vissi ég að þessi kona ætti ALLS EKKI HEIMA Á ÞINGI.Ekki eru þeir mikið að hugsa sem kjósa hana.Hún heldur kannski að einhverjum falli þetta í geð. Svo þetta með bleiku og bláu fötin á fæðingardeildinni.Það er einn berandarinn. Og skattborgarar borga henni laun . Ef ég réði færu skattarnir mínir í eitthvað annað.

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 13.12.2007 kl. 02:46

3 Smámynd: Einar Vignir Einarsson

Já stelpur ég er ánægður með að þið skuluð vera mér sammála.  Ég er skammaður fyrir að ég skuli vera karlremba svo að stuðningur ykkar er mikil metinn,  TAKK FYRIR ÞAÐ.

Einar Vignir Einarsson, 13.12.2007 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband