Laugardagur, 29. desember 2007
Slæm veðurspá.
Ég er búin að vera að vinna í allan dag, en ég var með 2 skip á mínum snærum sem við vorum að kappkosta að vera fljótir að lesta af því að það er svo rosa ljót veðurspá. Annað skipið var í Eyjum en hitt var á Vopnafirði og Reyðarfirði. Já eins og ég sagði er þetta ein ljótasta kort sem ég hef séð í vetur sem er að koma til okkar á gamlársdag.
Eins og sést á þessum myndum er mjög vont veður í hafinu svo að kalla greyin vildu flýta sér mikið til að lostna við veðrið. Ég varð þess vegna að vera á vappinu í nótt og ganga frá tollinum og panta lóðs og síðan í dag að gera útflutningsskýrslur.
En þar sem litli sprengju sérfræðingurinn minn er komin til pabba síns í Danaveldi og veðurspá er svona slæm þá kaupi ég ekki neinar þetta árið. En ég ætla að eiða þeim peningum núna í fjárfestingar í Bridge klúbbnum og þáta þá peninga fara að vinna fyrir mig.
Athugasemdir
Sæl Ester ég skal kynna þetta fyrir þér ég sendi þér póst.
Einar Vignir Einarsson, 30.12.2007 kl. 02:30
Saell fraendi
Kvedja fra Rotterdam
Skellti mer 2 tura a Brusann.
Heyrumst
Einar Örn Einarsson, 30.12.2007 kl. 18:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.