Alltaf eitthvað að gerast.......... ATOZ sf.

Það er komin tími á smá blogg held ég.  Það er búið að vera mikið að gerast hjá mér frá áramótum.  Hjá mér persónulega stendur það uppúr að ég ásamt tengdasyni mínum stofnuðum fyrirtæki sem heitir ATOZ sf.  Sú starfsemi sem við ætlum að stunda er, færsla bókhalds, ráðgjöf, fjárfestingar, og að aðstoða fólk með skuldbreytingar á lánum og ýmiskonar annarri þjónustu.  Ég verð ekki mikið í þessu þar sem ég hef ekki menntun í þessu þannig að þetta lendir mest á tengdasyninum.  En það er bara gaman að þessu.  Við erum líka mikið að starfa í  BridgeLTD á fullu og er það að ganga rosalega vel. 

Það er líka búið að vera mikið nýtt hjá mér í vinnunni minni.  Við erum búnir að vera með mörg skip hér uppá síðkastið, svo að það er mikil pappírs vinnsla sem er tímafrek og flókinn.  En skemmtileg.  He he he en ég verð að segja ykkur við erum búnir að vera fresta Færeyja ferð viku fyrir viku en núna á að láta slag standa og erum við að fara eftir viku og ætlum að vera í viku þarna úti.  Síðan er ég að fara á námskeið úti í London um miðjan Febrúar og verð þar í viku.  Svo að það er hellingur í gangi hjá kallinum.

En í dag er ég að drepast í harðsperrum, við í deildinni minni vorum með power tíma í gær í körfunni svo að maður finnur til í öllum skrokknum núna,best að skella sér í heita pottinn.  Við erum að sprikla í körfunni þrisvar í viku og svo er maður í sundinu líka en samt minnkar maður ekkert fúlt en maður er kannski (Örugglega) að gera eitthvað vitlaust en það kemur kannski einhverntíman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband