Færeyjar í dag.....

Við erum búnir að vera á miklu flandri í allan dag.  Við vöknuðum kl 0700 og erum búnir að vera á fullu á fullt af fundum síðan þá og við komum uppá hótel kl 2324.  Við restuðum svo daginn með því að fara út að borða með Rússneska Konsúlnum hér í Færeyjum honum Árna Dam og Maríu.  Það var rosalega skemmtilegt kvöld ,og miklar sögur og spekiljónsjónir, maður lá í krampa af hlátri. Fyrir mig var þetta kvöld rosalega mikilvægt,persónulega að geta átt með honum svona góða kvöldstund.  Við röbbuðum rosalega mikið saman, og rifjuðum upp tímana okkar saman þegar ég var hér.  Yndislegur maður sem er forréttindi að fá að hafa kynnst þessum manni algjör perla.  Á morgun fer einn með ferða maður okkar heim en við förum í fyrramálið til Fuglafjarðar aftur og síðan í Klakksvík og eigum svo þétt skipaða dagskrá hér í Þórshöfn eftir hádegið.  Síðan fljúgum við til Kaupmannahafnar á fimmtudagsmorgun og heim um kvöldið.  Ég gef kannski smá comment fyrir morgundaginn annað kvöld. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband